Bjössi gerir það gott í golfinu

Hér má sjá Sigurbjörn, lengst til vinstri ásamt þeim sem voru í sætum 1-4 og forseta GSÍ
Hér má sjá Sigurbjörn, lengst til vinstri ásamt þeim sem voru í sætum 1-4 og forseta GSÍ
Núna um helgina var annað KB-bankamótið í golfi haldið í Keflavík en þessi mótaröð er fyrir bestu og forgjafarlægstu kylfinga landsins. Leiknar eru 36 holur og keppt var laugardag og sunnudag. Kylfingurinn Sigurbjörn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar var á meðal þátttakenda og stóð hann sig frábærlega. Hann endaði í 5. sæti af þeim 108 kylfingum sem hófu leik, 3 höggum frá fyrsta sætinu. Veðrið setti strik í reikninginn fyrri daginn með miklu hvassviðri og rigningu en blíðviðri var þann seinni. Sigurbjörn spilaði holurnar 36 á 150 höggum.