Viðkomustaður flækings í dag er Ólafsfjörður. Flækingur mun þvælast um landið á hverjum virkum degi á Rás 1 í sumar. Í hverjum þætti er tekinn fyrir ákveðinn staður, þorp eða eyja. Rætt við fólkið sem þar býr til þess að draga upp eins konar mannlífsmynd af staðnum.
Flækingur leitar að hvunndagshetjum á öllum aldri sem ekki eru venjulega í forsvari fyrir sína heimabyggð. Farið er viðmælendum í vinnuna, út á sjó eða þeir sóttir heim. Umsjónamenn eru Guðmundur Gunnarsson og Elín Lilja Jónasdóttir
Í dag verður slegist er í för með Elínu Unu Jónsdóttur í gegnum ein lengstu jarðgöng landsins, Múlagöng, uns bærinn blasir við umkringdur 1000 metra háum fjöllum. Litið er við í hafnarskúrnum þar sem Þorbjörn Sigurðsson hafnarvörður bíður upp á kaffi og segir frá bæjarlífinu fyrr og nú. Tvær ungar heimasætur segja frá hvað þær eru að sýsla. Heimsóknin endar svo á bílaverkstæðinu Múaltindi.