Bilun á Interneti

Nettenging til Akureyrar var að hluta niðri frá klukkan rúmlega 13:00 í gær, og því rofnaði sambandið við Stefnu ehf,. tölvufyrirtækisins sem meðal annars hýsir vefina www.fjallabyggs.is, www.sksiglo.is, www.n4.is og fleiri norðlenska vefi. Orsökin mun hafa verið aðgæsluleysi við gröfuvinnu einhversstaðar í nágrenni Akureyrar. Unnið var að viðgerð á viðkomandi línu í allan daginn og komst samband ekki á fyrr en rúmlega 20:00 í gærkvöldi.