25.04.2022
Í dag mánudag 25. apríl og næstu daga verða götur sópaðar á Siglufirði.
Fyrst er þjóðvegur í gegnum Siglufjörð sópaður. Því næst verður sópað í Suðurbæ og vinnur sópurinn sig til norðurs.
Lesa meira
25.04.2022
Um er að ræða tvö aðskilin verk. Annars vegar við leikskólann á Ólafsfirði og hins vegar leikskólann á Siglufirði. Sér útboðsgögn eru fyrir hvort verk og því ekki skylda að bjóða í bæði verkin.
Lesa meira
20.04.2022
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 13. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveg í þéttbýli Ólafsfjarðar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast annars vegar af Ólafsfjarðarvegi (82) sem liggur í gegnum bæinn frá norðri að Ægisgötu þar sem hann beygir til suðurs og hins vegar Siglufjarðarvegi (76) sem liggur frá Ægisgötu til vesturs að brú yfir Ólafsfjarðarvatn. Heildarlengd er um 1,8 km.
Lesa meira
13.04.2022
Glænýjar leiðbeiningar frá Moltu!
Við hvetjum öll fyrirtæki og stofnanir sem skila matarleifum til Moltu til að hengja upp þessar leiðbeiningar hjá sér.
Lesa meira
12.04.2022
Þrír framboðslistar bárust fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Öll framboðin voru úrskurðuð gild af yfirkjörstjórn Fjallabyggðar.
Bæjarstjórnarkosningarnar fara fram laugardaginn 14. maí næstkomandi og verða kjörstaðir í Fjallabyggð opnir kl. 10:00-22:00
Eftirfarandi listar verða boðnir fram við bæjarstjórnarkosningarnar í Fjallabyggð 2022:
Lesa meira
11.04.2022
212. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði, 13. apríl 2022 kl. 17.00
Lesa meira
08.04.2022
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að gerður verði rekstrarsamningur við Kaffi Klöru ehf. í Ólafsfirði um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar til næstu þriggja ára.
Lesa meira
07.04.2022
Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn í starf yfirhafnarvarðar Fjallabyggðahafna sem auglýst var laust til umsóknar þann 18. febrúar sl.
Tíu umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira
07.04.2022
Dregið hefur verið í páskahappdrætti Neons. Útdráttur fór fram á skrifstofu sýslumanns fimmtudaginn 7. apríl 2022.
Félagsmiðstöðin Neon vill þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa stutt þau í fjáröflun fyrir Samfésferðina þeirra.
Lesa meira
07.04.2022
Föstudaginn langa 15. apríl kl. 14.00 hefst árlega listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hátíðin stendur í þrjá daga og er boðið upp á sýningu í Kompunni, þrjá gjörninga, upplestur og tvenna tónleika.
Lesa meira