Fréttir

Tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Leikskóla Fjallabyggð

Senn líður að sumri og vill Fjallabyggð vekja athygli á lokunartíma Leikskóla Fjallabyggðar sumarið 2022. Leikskóli Fjallabyggðar verður lokaður í 4 vikur eða 20,5 virka daga vegna sumarleyfa starfsfólks eða frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 15. júlí. Leikskólinn opnar aftur þriðjudaginn 16. ágúst.
Lesa meira

Orðsending frá félagsmiðstöðinni Neon - Páskahappdrætti

Orðsending frá félagsmiðstöðinni Neon. Útdrætti í páskahappdrætti Neons er frestað til fimmtudags. Útdráttur fer fram á sýsluskrifstofu. Unglingar í Neon þakka öllum sem gáfu vinninga eða keyptu miða innilega fyrir stuðninginn.
Lesa meira

Innviðir á Norðurlandi – Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun

Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins fundar í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16–18. Yfirskrift fundarins er Innviðir á Norðurlandi - Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Fundurinn er opinn öllum. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Sunnudaginn 3. apríl kl. 14.30 verður Hrafnhildur Ýr Denche Vilbertsdóttir með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Erindið fjallar um áhrif langvinnrar streitu og áfalla á taugakerfið og sál og líkamsmiðaða áfallameðferð. Kaffiveitingar og allir velkomnir.
Lesa meira

Sundlaugin í Ólafsfirði lokar vegna framkæmda frá 1. apríl – 31. maí 2022

Föstudaginn 1. apríl hefjast framkvæmdir við íþróttahúsið í Ólafsfirði, fyrirhugað er að endurnýja búningsklefa og sturtuklefa stofnunarinnar. Sundlaugin í Ólafsfirði verður því lokuð á tímabilinu 1. apríl 2022 – 31. maí 2022.
Lesa meira

Stíll hönnunarkeppni - Fulltrúar Neons hnepptu verðlaun fyrir bestu möppuna

Stíll hönnunarkeppni Samfés fór fram í Lindaskóla Kópavogi. Þemað í ár var Geimurinn. Félagsmiðstöðin Neon tók þátt í keppninni og voru fulltrúar Neons þær Þórný Harpa R. Heimisdóttir, Sandra Rós Bryndísardóttir, Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir sem var model hópsins og sýndi kjólinn í keppninni. Þeim til ráðgjafar og halds og trausts var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir.
Lesa meira

Skíðamót Íslands í Ólafsfirði og á Dalvík

Um helgina verður Skíðamót Íslands haldið í Ólafsfirði og á Dalvík. Alpagreinarnar fara fram á Dalvík og skíðagangan á Ólafsfirði. Mótshaldarar eru skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem hafa í áratugi haft gott samstarf um stórmót sem þessi.
Lesa meira

Fjallabyggð tekur þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu

Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur bæjarstjóra að láta ráðuneytið vita um vilja sveitarfélagsins hvað það varðar og að hafa að öðru leyti umsjón með viðræðum við ráðuneytið um hugsanlega móttöku flóttamanna.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022

Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022. Um 800 nemendur í 32 grunnskólum víðsvegar á landinu tóku þátt, en mikil keppni var um efstu sætin.
Lesa meira

Húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu

Ertu með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir flóttafólk á leið til Íslands sem er að flýja ástandið í Úkraínu? Ef svo er, endilega fylltu út eyðublaðið sem þú finnur Ísland.is Þarna getur fólk sem hefur samþykkta íbúðir, hús eða aðstöðu sett inn eignina og þar með látið vita að það sé tilbúið að leigja húsnæði sitt fyrir flóttamenn. Hvort sem það er til skemmri eða lengri tíma.
Lesa meira