Fréttir

Fjarðargangan - lokanir gatna í Ólafsfirði og dagskrá

Fjarðargangan á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar verður haldin í Ólafsfirði laugardaginn 12. febrúar nk.
Lesa meira

Fjallabyggð tekur þátt í stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnun (HSES) á landsbyggðinni

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í dag 10. febrúar 2022 að sveitarfélagið Fjallabyggð verði stofnaðili að fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og leggja fram 100.000 kr. stofnfé. Bæjarstjóra er falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lesa meira

Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður íþróttamaður ársins 2021 í Fjallabyggð

Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður var kosinn íþróttamaður Fjallabyggðar fyrir árið 2021.
Lesa meira

Sorphirða hafin

Sorpirða hófst í gær og var framhaldið í dag á Siglufirði. Það sem ekki hefur verið tekið á Siglufirði er sökum ófærðar í tilteknum götum eða að tunnur hafi verið á kafi. Sorp verður tekið í Ólafsfirði á morgun fimmtudaginn 10. febrúar. Eru íbúar vinsamlegast beðnir um að moka frá ílátum sem eru flest á kafi og tryggja aðgengi að þeim.
Lesa meira

Fjarðargangan Ólafsfirði 11. - 12. febrúar 2022

Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði komandi helgi dagana 11. - 12. febrúar 2022.
Lesa meira

Útnefning íþróttamanns Fjallabyggðar 2021 verður rafræn

Athöfnin þar sem íþróttamaður Fjallabyggðar verður útnefndur og gerð verður grein fyrir vali á besta og efnilegasta íþróttafólki hverrar greinar verður rafræn í ár og send út á þessari síðu. Athöfnin fer fram í Kiwanissalnum á Siglufirði miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20.30. Þar verða einungis viðstaddir þeir sem tilnefndir eru í einstökum íþróttagreinum ásamt boðsgestum og þeim sem koma að framkvæmd athafnarinnar.
Lesa meira

Sorphirða úr skorðum þessa vikuna

Vegna veðurs og snjóa hefur sorphirða farið úr skorðum þessa vikuna. Losun hefst um leið og veður gengur niður og hreinsun gatna er lokið. Eru íbúar vinsamlegast beðnir um að moka frá ílátum sem eru flest á kafi og tryggja aðgengi að þeim.
Lesa meira

Björgunarsveitin Strákar - Styrktartónleikar 2022

Tónlistarveisla til styrktar Björgunarsveitinni Stráka á Siglufirði í tilefni af 112 deginum. Fram koma tónlistarmenn frá Fjallabyggð. Allur ágóði af tónleikunum rennur að þessu sinni til styrktar kaupum á fullkomnum leitar- og björgunardróna
Lesa meira

210. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 210. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 9. febrúar 2022 kl. 17.00.
Lesa meira

Búið að opna sundlaugina og heitu pottana í Ólafsfirði

Búið er að opna sundlaugina og heitu pottana í Ólafsfirði og verður opið skv. áætlun til kl. 19:00 í dag. Í hádeginu var einungis hægt að opna ræktina í Ólafsfirði en nú er búið að opna bæði sundlaug og heitu pottana. Erfiðlega gekk að taka dúk af sundlauginni vegna vinds og snjóa og sömuleiðis þurfti að ná upp hita í heitu pottunum.
Lesa meira