Fréttir

Síldarminjasafnið tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2022

Á vef Síldarminjasafns Íslands var í gær birt sú ánægjulega frétt að tilkynnt hafi verið hvaða söfn væru tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2022 og er Síldarminjasafnið í hópi þeirra fimm safna sem tilnefnd eru til verðlaunanna.
Lesa meira

Opinn íbúafundur í Tjarnarborg með fulltrúum framboða til sveitarstjórnar í Fjallabyggð - Rútuferð í boði

Fjallbyggð býður íbúum til opins íbúafundar í tilefni komandi sveitarstjórnarkosninga, mánudaginn 9. maí kl. 19:30 í Tjarnarborg.
Lesa meira

Matur og næring fyrir fríska af eldri kynslóðinni

Félagsþjónusta Fjallabyggðar býður öllum 60 ára og eldri upp á fræðsluerindi um mat og næringu föstudaginn 6. maí nk. kl. 10:30 í sal Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði og kl. 13:00 sama dag í Ráðhúsinu á Siglufirði 2. hæð.
Lesa meira

Kynning á styrkja tækifærum á sviði menningar og menntunar

við hvetjum menningarstofnanir, æskulýðsgeirann, sveitarfélög, skóla, fræðsluaðila, fyrirtæki, ungt fólk og öll önnur sem áhuga hafa á alþjóðasamstarfi að nýta tækifærið og taka þátt.
Lesa meira

213. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar - Fjarfundur

213. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, aukafundur, verður haldinn í fjarfundi 3. maí 2022 kl. 17.00. Hægt verður að fylgjast með fundinum, sem fram fer á Teams, í Ráðhúsi Fjallabyggðar 2. hæð fyrir þá sem hafa áhuga.
Lesa meira

VORHÁTÍÐ Grunnskóla Fjallabyggðar

Fimmtudaginn 5. maí kl. 17:30 verður Vorhátíð 1.-7. bekkjar haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Lesa meira

ATH! Rafmangslaust verður aðfaranótt 4. maí í Fjallabyggð

RARIK vinnur að endurnýjun á háspennurofum í aðveitustöðinni á Dalvík. Til þess að það sé mögulegt þarf fyrst að koma fyrir bráðabirgða rofum utan við núverandi húsnæði. Stefnt er að því að færsla á tengingu rofa RARIK við spenni Landsnet á Dalvík verði framkvæmd aðfaranótt miðvikudagsins 4. maí. Við þá aðgerð verður rafmagnslaust í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppi og Hrísey. Á sama tíma verður einnig unnið við viðhaldsvinna á aðalspenni RARIK á Siglufirði.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna 2022 hefst 4. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2022 hefjist í tuttugasta sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 4. - 24. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 20. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.
Lesa meira

Nú er vor í lofti og sumar í nánd

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð vill hvetja íbúa til hreyfingar og heilbrigða lífhátta. Íbúar eru sérstaklega hvattir til að nota virkan ferðamáta og taka þátt í landsátakinu Hjólað í vinnuna sem hefst 4. maí nk.
Lesa meira

Sveitarstjórnarkosningar í Fjallabyggð 14. maí 2022

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga í Fjallabyggð þann 14. maí 2022 munu liggja frammi frá 22. apríl nk. til sýnis í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, á auglýstum opnunartíma skrifstofu virka daga fram til 14. maí.
Lesa meira