05.07.2022
Ólafsfjörður býður New Hampshire Friendship Chorus frá Bandaríkjunum velkominn fimmtudaginn 7. júlí.
Það er sérstakt ánægjuefni fyrir New Hampshire Friendship Chorus að koma fram á Ólafsfirði og er það hluti af 18. alþjóðlegri tónleikaferð kórsins árið 2022. Tónleikarnir verða haldnir í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 7. júlí kl 18:00. Allir velkomnir.
Lesa meira
04.07.2022
Starfsmaður óskast í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.
Fjallabyggð leitar eftir áhugasömum einstaklingi til að sinna vatns- og fráveitumálum auk annarra almennra verkefna í þjónustumiðstöð. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi iðnmenntun á sviði pípulagna eða vélvirkjun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst [Meira...]
Lesa meira
01.07.2022
Sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði opnar á ný eftir framkvæmdir. Endurbótum er ekki að fullu lokið en ákveðið hefur verið að opna sunnudaginn 3. júlí nk.
Lesa meira
27.06.2022
Fjallabyggð flaggar regnbogafána vegna hryðjuverkaárásar á hinsegin skemmtistað í Osló. Regnbogafáninn mun blakta við hún í nokkra daga til minningar um fórnarlömb þessa ofbeldisverks og til stuðnings hinsegin fólks.
Lesa meira
23.06.2022
Bæjarstjórn samþykkti á 217. fundi sínum að ráða Braga Frey Kristbjörnsson í stöðu deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála hjá Fjallabyggð, en staðan var auglýst var 6. maí síðastliðinn. Fjórar umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira
22.06.2022
„Það kalla ég rart“ Sýningaropnun Stefáns Jónssonar í Pálshúsi Ólafsfirði laugardaginn 25. júní kl. 15:00. Sýningin verður opin á opnunartíma Pálsshúss til 25. júlí 2022
Lesa meira
21.06.2022
217. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 16, Ólafsfirði. 23. júní 2022 kl. 17.00.
Lesa meira
21.06.2022
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar útnefndi Aðalheiði S. Eysteinsdóttur Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2022.
Af því tilefni opnar hún sýningu í Ráðhússal Fjallabyggðar á Siglufirði á verkum sem hún hefur unnið á undanförnum níu mánuðum. Með sýningunni vill hún þakka þann heiður sem henni er sýndur með útnefningunni.
Lesa meira
16.06.2022
17. júní hátíðarhöldum frestað til 18. júní
Vegna mikillar rigningarspár á morgun 17. júní hefur verið tekin ákvörðun um að fresta hátíðardagskrá fram til laugardagsins 18. júní kl. 12:00
Á Siglufirði á Rauðkutorgi verður stórglæsileg hátíðardagskrá og er dagskráin í höndum Ungliðasveitarinnar Smástráka í ár.
Lesa meira
16.06.2022
Vegna enn frekari tafa við afhendingu efnis við endurnýjun búningsklefa í sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði verður sundlaugin ekki opnuð 20. júní eins og ráðgert hafði verið. Stefnt er að opnun laugarinnar eins fljótt og auðið er eftir að efni berst verktökum.
Lesa meira