Fréttir

Fyrirlestrar fyrir 60+ í Tjarnarborg - Áföll og leiðin áfram

Fyrirlestrar fyrir 60+ Minnum á fyrirlesturinn í dag í Tjarnarborg k. 17:00 - Áföll og leiðin áfram Katrín Ösp Jónsdóttir, verkefnastjóri og hjúkrunarfræðingur og Hildur Inga Magnadóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi ræða um afleiðingar áfalla og bjargráð. Unnið verður með styrkleika og leiðir sem stuðla að jákvæðum breytingum.
Lesa meira

Römpum upp Ísland

Aðgengi á Íslandi er oft takmarkandi fyrir hreyfihamlaða. Því er mikilvægt að koma upp römpum eða tryggja aðgengi með öðrum hætti. Á heimasíðunni www.rampur.is geta einkaaðilar sótt um styrki til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi gott aðgengi að þeirri þjónustu sem verið er að bjóða. Ég hvet fyrirtæki í Fjallabyggð til að kynna sér verkefnið ,,Römpum upp Ísland“ sem hefur það að markmiði að bæta aðgengi fatlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Þarna er tækifæri til að fá styrk til að bæta aðgengi einstaklinga með hreyfihömlun að þeirri þjónustu sem í boði er. Verkefnin yrðu síðan unnin í samráði við tæknideild Fjallabyggðar.
Lesa meira

Ungir og efnilegir veiðimenn í Hólsá

Þessir knáu ungu veiðimenn voru mættir í Hólsánna um helgina að veiða enda þá hver að verða síðastur að renna fyrir fiski í ánni þetta sumarið. Mokveiði hefur verið í ánni í sumar og börn og unglingar sem stundað hafa veiði í ánni hafa verið kampakát með aflann og bíða auðvitað spennt eftir næsta veiðisumri. Veiðitímabilinu lýkur í dag 20. september.
Lesa meira

Samningur um eflingu þjónustu við eldra fólk undirritaður

Á bæjarstjórnarfundi þann 14. september undirrituðu Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar og Albertína Elíasdóttir framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) samning um sértækt verkefni sóknaráætlunarsvæða byggðan á viðaukasamningi við Byggðarstofnun frá 31. maí 2022.
Lesa meira

SSNE leitar að öflugum verkefnastjóra

Leitað er að öflugum verkefnastjóra í teymi atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá SSNE. Um fullt starf er að ræða og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Lesa meira

Spennandi tímar framundan

Kæru íbúar Fjallabyggðar. Í dag er fyrsti formlegi starfsdagur minn sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Ég tek auðmjúk og stolt við þessu starfi og er þakklát fyrir það mikla traust sem mér er sýnt.
Lesa meira

219. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

219. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 16, Ólafsfirði, 14. september 2022 kl. 16.00.
Lesa meira

Óvissustig Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.
Lesa meira

Slökkvilið Fjallabyggðar fær nýjan körfubíl að láni

Slökkvilið Akureyrar fékk fyrr á þessu ári nýjan og öflugan körfubíl í sína þjónustu. Í framhaldi af því var Slökkviliði Fjallabyggðar boðið að taka eldri bíl SA til geymslu og notkunar og var hann afhentur liðinu þann 1. september sl.
Lesa meira

Fjárréttir í Fjallabyggð haustið 2022

Göngur og réttir í Fjallabyggð árið 2022 verða eftirfarandi: Siglufjarðarrétt í Siglufirði: Föstudaginn 9. september og laugardaginn 10. september. Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði: Sunnudaginn 11. sept. Ósbrekkurétt í Ólafsfirði: Föstudaginn 16. september og laugardaginn 17. september. Reykjarétt í Ólafsfirði: Föstudaginn 30. september.
Lesa meira