Ungir og efnilegir veiðimenn í Hólsá

Ungir veiðimenn í Hólsá
Mynd: Sigríður Ingvarsdóttir
Ungir veiðimenn í Hólsá
Mynd: Sigríður Ingvarsdóttir

Þessir knáu ungu veiðimenn voru mættir í Hólsánna um helgina. Mokveiði hefur verið í ánni í sumar og börn og unglingar sem stundað hafa veiði í ánni hafa verið kampakát með aflann og bíða auðvitað spennt eftir næsta veiðisumri. Veiðitímabilinu lýkur í dag 20. september.

Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri og er heimilt að veiða með spún, maðk og flugu. Leyfilegur hámarksafli er 3 fiskar á dag og eru veiðimenn hvattir til skrá allan afla í veiðidagbók sem staðsett er við Hólsbrú.

 

 

 

   

Benóní Hreinn og Benedikt Frímann kátir með góðan dag í Hólsánni.

Myndir tók Sigríður Ingvarsdóttir
Birt með samþykki viðkomandi