Fréttir

Stuðningsfulltrúa vantar til starfa í Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóla Fjallabyggðar leitar eftir kröftugum og jákvæðum starfskrafti í vinnu. Um er að ræða 75% stöðu stuðningsfulltrúa á starfsstöðina í Ólafsfirði. Ráðið er tímabundið í stöðuna. Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaröflunar úr sakaskrá. Áhugsamir endilega hafið samband við Erlu Gunnlaugsdóttir skólastjóra í síma 4649150 eða á netfangið erlag@fjallaskolar.is
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 13 miðvikudaginn 5. október.
Lesa meira

Kaldavatnslaust á Suðurgötu 60-86 Siglufirði í dag 24. ágúst milli 10:00-12:00

Loka þarf fyrir kaldavatnið á Suðurgötu, Siglufirði í dag 24. ágúst. Nánar tiltekið milli húsa 60 – 86. Gert er ráð fyrir að lokunin verði milli kl. 10:00 og 12:00 en gæti dregist aðeins lengur
Lesa meira

Kveðja til íbúa Húnabyggðar

Kæru íbúar Húnabyggðar Fyrir hönd íbúa Fjallabyggðar sendum við ykkur og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda, innilegar samúðarkveðjur vegna þess harmleiks sem átti sér stað á Blönduósi. Hugur okkar er hjá ykkur. Bæjarstjórn Fjallabyggðar
Lesa meira

Ökumenn gæti að sér í umferðinni

Af gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát í umferðinni nú þegar skólastarf er að hefjast á ný og einnig að virða hraðatakmarkanir í íbúðagötum bæjarins.
Lesa meira

Aðgengisdagur Sjálfsbjargar 27. ágúst nk.

Sjálfsbjörg, sem hefur aðsetur að Lækjargötu 2 Siglufirði, tekur þátt í deginum hér og hvetur íbúa Fjallabyggðar til að hittast á Torginu Siglufirði, laugardaginn 27. ágúst kl. 13:00 og taka ganga um nærumhverfið og fylla inn í TravAble appið. Að því loknu, kl. 14-16, býður Sjálfsbjörg upp á kaffi og vöfflur í húsnæði sínu á Siglufirði. TravAble appið má nálgast í Applestore og GooglePlay og hægt er að fylla inn í það hvar sem er og hvenær sem er. Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að fylla inn í appið upplýsingar um aðgengi í báðum byggðarkjörnum, og víðar eftir því sem við á.
Lesa meira

Skólaakstur hefst að nýju veturinn 2022-2023

Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi mánudaginn 22. ágúst en þá hefst skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar. Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.
Lesa meira

Umsagnir bæjarstjóra í Samráðsgátt stjórnvalda

Nýlega voru “Áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða”, birt inn á Samráðsgátt stjórnvalda og opnað fyrir umsagnir um áformin. Í þessum áformum er opnað fyrir möguleika á gjaldskyldu í öllum jarðgöngum landsins. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar sendi inn umsögn fyrir hönd bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri hefur einnig sent inn umsögn, fyrir hönd bæjarstjórnar Fjallabyggðar, um drög að frumvarpi til laga um sýslumenn.
Lesa meira

Frístund – haust 2022 - Skráning hafin

Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á Frístund strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Frístund er frístundastarf, samstarfsverkefni Fjallabyggðar, íþróttafélaga, tónlistarskólans og grunnskólans.
Lesa meira

Skemmdarverk unnin á tjaldsvæðum á Siglufirði

Óprúttinn aðili/ar hafa unnið skemmdaverk á tjaldsvæðum Fjallabyggðar á Siglufirði síðustu daga. Um er að ræða krot með tússpenna sem ekki er gott að fjarlægja. Ekki er vitað hver var að verki en biðlum við til íbúa og gesta að ganga vel um bæinn.
Lesa meira