Skólaakstur hefst að nýju veturinn 2022-2023

Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi mánudaginn 22. ágúst en þá hefst skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar.

Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður mánudaginn 22. ágúst. Rútuferðir vegna skólasetningar verða eftirfarandi:

  • frá Tjarnarstíg til Siglufjarðar kl. 9:10
  • frá Norðurgötu til Ólafsfjarðar kl. 9:40
  • frá Norðurgötu til Ólafsfjarðar kl. 11:05
  • frá Tjarnarstíg til Siglufjarðar kl. 11:35

 Haustáætlun 2022

Tímatafla til útprentunar