Fréttir

Kompan - Alþýðuhúsið á Siglufirði sýningaropnun Loji Höskuldsson

Loji Höskuldsson opnaði sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu Siglufirði sl. laugardag. Sýningin sem ber heitið ,,Tveir pottar af mjólk” mun standa til 23. október nk.
Lesa meira

Óveður í dag; staðan

Veðurspáin er að ganga eftir í megin atriðum. Mesta útkoman snemma í morgun var hér á Siglufirði um 25 mm í formi rigningar sl. 6 klst. en er nú orðin að snjókomu að mestu.
Lesa meira

Mikilvæg skilaboð vegna spár um óveður á morgun sunnudag

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar munu verða í viðbragðsstöðu í fyrramálið vegna óveðurs og eru eigendur báta í höfnum Fjallabyggðar hvattir til að fara yfir landfestar báta sinna. Haft hefur verið samband við tengiliði í Hornbrekku, sjúkrahúsinu/Skálarhlíð og heimilinu Lindargötu 2, m.t.t. ef rafmagn fer af og þá eru ferðaþjónustuaðilar beðnir um að koma viðvörunum til ferðamanna.
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir eftir tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023. Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í janúar 2023.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja úr bæjarsjóði Fjallabyggðar vegna ársins 2023

Fjallabyggð auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til menningarmála, fræðslumála, rekstrarstyrkja til safna og setra, styrkja vegna hátíða og styrkja til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka vegna ársins 2023. Einnig er tekið á móti ábendingum, tillögum og/eða erindum er varða fjárhagsáætlun 2023
Lesa meira

Áríðandi tilkynning vegna slæmrar veðurspár

Í ljósi slæmrar veðurspár eru íbúar beðnir um að vera á varðbergi. Þegar hafa verið settar á appelsínugular viðvaranir fyrir Norðvestur- og Norðausturland sem eru í gildi frá klukkan 08:00 á sunnudegi til klukkan 05:00 aðfararnótt mánudags.
Lesa meira

220. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

220. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 10. október 2022 kl. 17.00
Lesa meira

Metaðsókn á Síldarminjasafnið á árinu

Þetta ár hefur verið gjöfult og gestkvæmt á Síldarminjasafninu en samkvæmt nýjustu tölum hafa alls 27.700 gestir lagt leið sína á safnið, það sem af er ári. Stærstur hluti þeirra sem heimsækja safnið eru erlendir gestir eða um 78%. Mikil starfsemi hefur verið í gangi og alls hafa tæplega 460 skipulagðar leiðsagnir farið fram og 62 síldarsaltanir hafa verið á planinu við Róaldsbrakka þetta sumarið. Þetta er því metár hjá Síldarminjasafninu, sem er afar gleðilegt, enda safnið einstaklega vel úr garði gert og mikið aðsdráttarafl fyrir gesti.
Lesa meira

Gleðileg eftirspurn eftir lóðum í Fjallabyggð

Mikil uppbygging virðist vera á döfinni í sveitarfélaginu þar sem aðsókn í lausar lóðir hefur aukist til muna. Þann 5. október sl. voru samþykkar úthlutanir á fimm einbýlishúsalóðum í Bakkabyggð í Ólafsfirði og sex fjölbýlishúsalóðum á Malarvellinum á Siglufirði sem þýðir uppbygging á ca. 30 íbúðum ef allt gengur eftir. Einnig var nýlega úthlutað athafnalóðum við Ránargötu á Siglufirði þar sem heimilt er að byggja allt að 1600fm atvinnuhúsnæði og við Ægisgötu 6 í Ólafsfirði.
Lesa meira

Freyja í heimahöfn

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar undirrituðu í dag samning varðandi staðsetningu varðskips úti fyrir Norðurlandi með Siglufjörð sem heimahöfn.
Lesa meira