Gleðileg eftirspurn eftir lóðum í Fjallabyggð

Lóðir við Bakkabyggð í Ólafsfirði
Lóðir við Bakkabyggð í Ólafsfirði

Mikil uppbygging virðist vera á döfinni í sveitarfélaginu þar sem aðsókn í lausar lóðir hefur aukist til muna. Þann 5. október sl. voru samþykkar úthlutanir á fimm einbýlishúsalóðum í Bakkabyggð í Ólafsfirði og sex fjölbýlishúsalóðum á Malarvellinum á Siglufirði sem þýðir uppbygging á ca. 30 íbúðum ef allt gengur eftir. Einnig var nýlega úthlutað athafnalóðum við Ránargötu á Siglufirði þar sem heimilt er að byggja allt að 1600fm atvinnuhúsnæði og við Ægisgötu 6 í Ólafsfirði.

Stefna sveitarfélagsins er að deiliskipuleggja lausar lóðir svo þær séu tilbúnar til úthlutunar þegar eftir því er óskað. Sú vinna heldur áfram á næstu misserum til að tryggja nægt framboð af lausum lóðum.

 

 

    

Íris Stefánsdóttir
skipulagsfulltrúi