05.10.2022
Framkvæmdum við uppsetningu stoðvirkja í Hafnarfjalli fyrir ofan Siglufjörð er lokið þetta árið. Allar viðvaranir við gönguferðir upp í Hvanneyrarskál hafa því verið fjarlægðar af gönguleiðinni.
Lesa meira
04.10.2022
Laugardaginn 8. október kl. 14.00 opnar Loji Höskuldsson sýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sem ber yfirskriftina Tveir pottar mjólk.
Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 til 23. október. Listamaðurinn verður á staðnum á opnunardaginn og tekur á móti gestum.
Lesa meira
04.10.2022
Mannlegur harmleikur hefur átt sér stað í litlu byggðarlagi norður í landi. Harmleikur sem snertir heilt bæjarfélag og íbúa þess. Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut.
Lesa meira
03.10.2022
Samfélagið í Fjallabyggð er harmi slegið vegna þeirra atburða sem urðu í Ólafsfirði í nótt. Hugur okkar er hjá þeim látna, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði.
Lesa meira
30.09.2022
Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, undirritaði í dag samning við Sjúkratryggingar Íslands um sveigjanlega þjónustu í dagþjálfun fyrir aldraða. Samningurinn felur í sér aðlögun og umbreytingu á þjónustu sveitarfélagsins í dagdvalar og dvalarrýmum á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku.
Lesa meira
27.09.2022
Tæknilæsi í Fjallabyggð - frítt fyrir 60+
Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður íbúum Fjallabyggðar 60 ára og eldri upp á námskeið í tæknilæsi. Námskeiðin verða haldin i báðum byggðakjörnum 5. og 6. október og 12. og 13. október nk.
(miðvikudaga og fimmtudaga) frá kl. 10:00-12:00 hjá Einingu Iðju, Eyrargötu 24b Siglufirði og sömu daga frá kl. 13:00-15:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Lesa meira
26.09.2022
Opið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins - seinni úthlutun
Ríki og sveitarfélögum er heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum sem kallast almennar íbúðir. Með því að styðja við uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði stuðla stofnframlög ríkisins að lægra leiguverði á hinum almenna leigumarkaði.
Auglýst er eftir umsóknum í síðari úthlutun fyrir árið 2022 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.
Lesa meira
26.09.2022
Átak hófst í endurnýjun gangstétta í Fjallabyggð sumarið 2021 enda gangstéttar víða í sveitarfélaginu orðnar lélegar og rík þörf á að leggja nýjar á þeim stöðum þar sem engar voru fyrir.
Lesa meira
25.09.2022
Rafmagni sló út á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar á Austurlandi um klukkan korter fyrir eitt í dag og unnið er að bilanagreiningu samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Víða er því enn rafmagnslaust og búast má við rafmagnstruflunum áfram. Hægt er að fylgjast með á www.landsnet.is.
Lesa meira
23.09.2022
Mánudaginn næstkomandi, þann 26. september, ætla nemendur 6. - 10. bekkjar að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ og láta í leiðinni gott af sér leiða. Nemendur eru að safna áheitum og ætla að styrkja þrjú verðug málefni hér í Fjallabyggð sem eru þessi:
Lesa meira