Kæru íbúar Fjallabyggðar
Mánudaginn næstkomandi, þann 26. september, ætla nemendur 6. - 10. bekkjar að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ og láta í leiðinni gott af sér leiða. Nemendur eru að safna áheitum og ætla að styrkja þrjú verðug málefni hér í Fjallabyggð sem eru þessi:
- Sigurboginn, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar, 10 ára drengs með flókna fjölfötlun
- Noah Maricato Lopes, 7 ára dreng með Downs heilkenni Fjölskylda
- Elvíru Maríu Sigurðardóttur 2 ára stúlku sem glímir við bráðahvítblæði
Nemendur eru þessa dagana að safna áheitum en ef fólk vill leggja þessari áheitasöfnun lið en hefur ekki >skrifað undir hjá neinum nemanda þá má hafa samband við okkur í skólanum og við tökum við ykkar framlagi og komum því áfram í söfnunina. Senda má póst á gudunn@fjallaskolar.is eða hringja í síma
464-9222.
Nemendur munu svo hlaupa um götur Ólafsfjarðar frá kl 12:15 mánudaginn 26. september, þið megið >endilega hvetja krakkana áfram ef þið rekist á þá.
Hér má sjá mynd af hlaupaleið:
Með von um góðar undirtektir.
Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar