Fréttir

Göngum í skólann hefst á morgun 7. september

Nú er skólastarf hafið á ný eftir sumarleyfí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Verkefnið okkar Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) hefst á morgun 7. september þegar það verður sett í sextánda sinn sinn. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum www.iwalktoschool.org miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira

Fyrirlestrar 60+

Félagsþjónustan í Fjallabyggð stendur fyrir fyrirlestrum fyrir 60 + í Tjarnarborg Ólafsfirði Félagsþjónustan í Fjallabyggð hefur fengið til liðs við sig Heilsu- & sálfræðiþjónustuna, miðstöð heilsueflingar til að halda fyrirlestra fyrir 60 ára og eldri í Fjallabyggð. Dagskrá fyrirlestra er að finna hér fyrir neðan og eru allir 60+ hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

75 ára afmælismálþing RARIK

Í tilefni af 75 ára afmæli RARIK verður efnt til málþinga í september í Stykkishólmi, á Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri, dagana 7. til 13. september. RARIK býður öllum íbúum Fjallabyggðar sem áhuga hafa á málþingið sem haldið verður í Hofi þriðjudaginn 13.september.
Lesa meira

Reglur um veiði í Hólsá og Leyningsá í Siglufirði

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst sl. að núgildandi reglur um veiði í Hólsá og Leyningsá í Siglufirði gildi áfram. Óskað var eftir umsögnum frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf., um það samkomulag sem gert var er varðar veiðistjórn og aðgengi að Hólsá.
Lesa meira

Fjöruhreinsun í Héðinsfirði 2022

Snemma í vor var mikið plastrusl úr Héðinsfjarðarfjöru flutt til förgunar á Siglufirði. Meðal annars eitt hundrað úttroðnir netpokar eða u.þ.b. 7-10 rúmmetrar og var afrakstur vetrarsöfnunar Lisu Dombrowe og Ragga Ragg. Hreinsunin hélt svo áfram í sumar þegar vinir þeirra og stuðningsfólk kom til aðstoðar á Örkinni Gunna Júl 24. júlí. Nærri tuttugu manns sigldu þá til hreinsunar í Héðinsfirði og voru plokkaðir um 6 rúmmetrar af plasti – hluti af því smágert brotaplast, komið nálægt frumeindum sínum.
Lesa meira

Grillveisla fyrir eldri borgara í Fjallabyggð í boði Kiwanis - Ný staðsetning

Kiwanisklúbburinn Skjöldur býður eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu við Kiwanishúsið við Aðalgötu á Siglufirði laugardaginn 3. september frá kl. 12:30 Ekki verður hægt að vera með grillið í skógræktinni vegna flugu. Borð og stólar verða á staðnum.
Lesa meira

Lokun gatna í Ólafsfirði vegna malbikunar

Fimmtudaginn 1. september verður eftirfarandi lokun gatna í Ólafsfirði vegna malbikunar. Ökumenn eru beðnir að virða lokanir og nota merktar hjáleiðir.
Lesa meira

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Norðanátt býður upp á öflugt Vaxtarrými í annað sinn í haust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira

Orkusalan færir Fjallabyggð grænar greinar

Þessir starfsmenn Orkusölunnar komu færandi hendi í dag og afhentu Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra Fjallabyggðar þessa fallegu plöntu til að minna á grænar áherslur fyrirtækisisns. Orkusalan kolefnisjafnar starfsemi sína ásamt vinnslu orku úr eigin virkjunum.
Lesa meira

Stuðningsfulltrúa vantar til starfa í Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóla Fjallabyggðar leitar eftir kröftugum og jákvæðum starfskrafti í vinnu. Um er að ræða 75% stöðu stuðningsfulltrúa á starfsstöðina í Ólafsfirði. Ráðið er tímabundið í stöðuna. Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaröflunar úr sakaskrá. Áhugsamir endilega hafið samband við Erlu Gunnlaugsdóttir skólastjóra í síma 4649150 eða á netfangið erlag@fjallaskolar.is
Lesa meira