Fréttir

Göngum í skólann hefst á morgun 7. september

Nú er skólastarf hafið á ný eftir sumarleyfí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Verkefnið okkar Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) hefst á morgun 7. september þegar það verður sett í sextánda sinn sinn. Því lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum www.iwalktoschool.org miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara Fjallabyggðar haustið 2022

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani mánudaginn 5. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira

Fyrirlestrar 60+

Félagsþjónustan í Fjallabyggð stendur fyrir fyrirlestrum fyrir 60 + í Tjarnarborg Ólafsfirði Félagsþjónustan í Fjallabyggð hefur fengið til liðs við sig Heilsu- & sálfræðiþjónustuna, miðstöð heilsueflingar til að halda fyrirlestra fyrir 60 ára og eldri í Fjallabyggð. Dagskrá fyrirlestra er að finna hér fyrir neðan og eru allir 60+ hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

75 ára afmælismálþing RARIK

Í tilefni af 75 ára afmæli RARIK verður efnt til málþinga í september í Stykkishólmi, á Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri, dagana 7. til 13. september. RARIK býður öllum íbúum Fjallabyggðar sem áhuga hafa á málþingið sem haldið verður í Hofi þriðjudaginn 13.september.
Lesa meira

Reglur um veiði í Hólsá og Leyningsá í Siglufirði

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst sl. að núgildandi reglur um veiði í Hólsá og Leyningsá í Siglufirði gildi áfram. Óskað var eftir umsögnum frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf., um það samkomulag sem gert var er varðar veiðistjórn og aðgengi að Hólsá.
Lesa meira

Fjöruhreinsun í Héðinsfirði 2022

Snemma í vor var mikið plastrusl úr Héðinsfjarðarfjöru flutt til förgunar á Siglufirði. Meðal annars eitt hundrað úttroðnir netpokar eða u.þ.b. 7-10 rúmmetrar og var afrakstur vetrarsöfnunar Lisu Dombrowe og Ragga Ragg. Hreinsunin hélt svo áfram í sumar þegar vinir þeirra og stuðningsfólk kom til aðstoðar á Örkinni Gunna Júl 24. júlí. Nærri tuttugu manns sigldu þá til hreinsunar í Héðinsfirði og voru plokkaðir um 6 rúmmetrar af plasti – hluti af því smágert brotaplast, komið nálægt frumeindum sínum.
Lesa meira

Grillveisla fyrir eldri borgara í Fjallabyggð í boði Kiwanis - Ný staðsetning

Kiwanisklúbburinn Skjöldur býður eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu við Kiwanishúsið við Aðalgötu á Siglufirði laugardaginn 3. september frá kl. 12:30 Ekki verður hægt að vera með grillið í skógræktinni vegna flugu. Borð og stólar verða á staðnum.
Lesa meira

Lokun gatna í Ólafsfirði vegna malbikunar

Fimmtudaginn 1. september verður eftirfarandi lokun gatna í Ólafsfirði vegna malbikunar. Ökumenn eru beðnir að virða lokanir og nota merktar hjáleiðir.
Lesa meira

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Norðanátt býður upp á öflugt Vaxtarrými í annað sinn í haust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira

Orkusalan færir Fjallabyggð grænar greinar

Þessir starfsmenn Orkusölunnar komu færandi hendi í dag og afhentu Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra Fjallabyggðar þessa fallegu plöntu til að minna á grænar áherslur fyrirtækisisns. Orkusalan kolefnisjafnar starfsemi sína ásamt vinnslu orku úr eigin virkjunum.
Lesa meira