Reglur um veiði í Hólsá og Leyningsá í Siglufirði

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst sl. að núgildandi reglur um veiði í Hólsá og Leyningsá í Siglufirði gildi áfram. Óskað var eftir umsögnum frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf., um það samkomulag sem gert var í desember 2017 er varðar veiðistjórn og aðgengi að Hólsá.

Eftirfarandi reglur eru því í gildi:

1. Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri.
2. Veiði er heimil með spún, maðk og flugu.
3. Leyfilegur hámarksafli er 3 fiskar á dag.
4. Veiðimenn skulu skrá allan afla í veiðidagbók sem staðsett er við Hólsbrú.
5. Öll veiði í Hólsá er bönnuð frá 20. september ár hvert.
6. Öll veiði er bönnuð í Leyningsá.

Bæjarstjóra er einnig falið að láta útbúa skilti og koma fyrir á aðgengilegum og sýnilegum stað við ánna.