Veðurspáin er að ganga eftir í megin atriðum. Mesta útkoman snemma í morgun var hér á Siglufirði um 25 mm í formi rigningar sl. 6 klst. en er nú orðin að snjókomu að mestu.
Áfram spáð mikilli úrkomu í dag. Spáð er að uppsöfnuð úrkoma yfir daginn og til morguns er spáð á bilinu 50-100 mm á Norðausturlandi.
Áhugaverð grein á Bliku: https://blika.is/frett/tvo-mjog-athyglisver-spakort?fbclid=IwAR1GH4cw4Rk8H82WJTOOZoowGy6zlQpHRW7kgkMT317RlsB4ieJWRGVSG_U
Veðurstofan hefur farið yfir tímasetningar á viðvörunum og standa þær. Til viðbótar hefur Suðausturland verið uppfært í rauða viðvörun frá klukkan 16:00 í dag sem gildir framundir miðnætti.
Þegar þetta er skrifað er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðvestur- og Norðausturland. Klukkan 13:00 tekur í gildi rauð viðvörun fyrir Norðausturland og verður hún í gildi til klukkan 01:00 næstu nótt. Viðvaranir á okkar svæði falla svo úr gildi klukkan 07:00 í fyrramálið.
Brim og áhlaðandi: Ekki gert ráð fyrir að áhlaðandi verði jafn mikill og var fyrir tveimur vikum.
Aðgerðarstjórnir á Akureyri og Húsavík hafa þegar verið virkjaðar og Samhæfingarstöð almannavarna verður opnuð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð og starfsmenn Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins eru í viðbragðsstöðu.
Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir og fresta ferðalögum.