Áríðandi tilkynning vegna slæmrar veðurspár

Í ljósi slæmrar veðurspár eru íbúar beðnir um að vera á varðbergi. Þegar hafa verið settar á appelsínugular viðvaranir fyrir Norðvestur- og Norðausturland sem eru í gildi frá klukkan 08:00 á sunnudegi til klukkan 05:00 aðfararnótt mánudags. Íbúum er bent á að ganga frá lausum munum í nærumhverfi sínu, bæði við heimili og vinnustaði. Bent er á nauðsyn þess að koma búfénaði í skjól fyrir sunnudag. Ekkert ferðaveður mun verða á meðan viðvaranir veðurstofu eru í gildi og er fólki ráðið frá því að vera á ferli. Þá viljum við minna íbúa á að huga að niðurföllum við heimili og vinnustaði, tryggja að lauf setjist ekki í ræsi og stífli þau. Gott er einnig að moka frá þeim svo vatn eigi greiða leið í niðurföll.