ATH! Rafmangslaust verður aðfaranótt 4. maí í Fjallabyggð

RARIK vinnur að endurnýjun á háspennurofum í aðveitustöðinni á Dalvík. Til þess að það sé mögulegt þarf fyrst að koma fyrir bráðabirgða rofum utan við núverandi húsnæði. Stefnt er að því að færsla á tengingu rofa RARIK við spenni Landsnet á Dalvík verði framkvæmd aðfaranótt miðvikudagsina 4. maí. Við þá aðgerð verður rafmagnslaust í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppi og Hrísey. Á sama tíma verður einnig unnið við viðhaldsvinna á aðalspenni RARIK á Siglufirði.

2-3. maí verður undirbúningsvinna með rafmagnsleysi við tengingar inn í Svarfaðardal og út í Hrísey.

Tilkynningar með nákvæmari tímasetningum og staðsetningu verða sendar til notenda í gegnum tilkynningarkerfi RARIK (SMS/t-postur) þegar nær dregur.