Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022

10. bekkur GF 
Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar
10. bekkur GF
Mynd: Grunnskóli Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði Fjármálaleika árið 2022.

Um 800 nemendur í 32 grunnskólum víðsvegar á landinu tóku þátt, en mikil keppni var um efstu sætin.

1. Grunnskóli Fjallabyggðar
2. Eskifjarðarskóli
3. Vogaskóli

Árgangar 10. bekkjar í þremur efstu sætunum fá peningaverðlaun auk þess sem sigurvegarinn, Grunnskóli Fjallabyggðar, mun tilnefna tvo nemendur til að taka þátt í rafrænni Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer 10. maí næstkomandi (sjá nánar hér).

Fjallabyggð óskar nemendum 10. bekkjar innilega til hamingju með frábæran árangur.