Tillaga að deiliskipulagi –
ÞJÓÐVEGUR Í ÞÉTTBÝLI FJALLABYGGÐAR - ÓLAFSFJÖRÐUR
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 13. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þjóðveg í þéttbýli Ólafsfjarðar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast annars vegar af Ólafsfjarðarvegi (82) sem liggur í gegnum bæinn frá norðri að Ægisgötu þar sem hann beygir til suðurs og hins vegar Siglufjarðarvegi (76) sem liggur frá Ægisgötu til vesturs að brú yfir Ólafsfjarðarvatn. Heildarlengd er um 1,8 km.
Tilgangur skipulagsins er að auka umferðaröryggi á skipulagssvæðinu og stuðla að bættu aðgengi fyrir vistvæna ferðamáta og bæta tengingar um svæðið. Ráðgert er að breytingar verði á útfærslu vegstæðis innan afmörkunar skipulagssvæðisins til að minnka umferðarhraða, auðvelda þverun gangandi og hjólandi vegfarenda og almennt stuðla að bættu umferðaröryggi.
Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði frá 20. apríl 2022 til 1. júní 2022 og á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast tæknifulltrúa í síðasta lagi 1. júní 2022 á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið hafey.bjorg@fjallabyggd.is.
Tæknifulltrúi
Þjóðvegur í þéttbýli - Ólafsfjörður - Uppdráttur
Þjóðvegur í þéttbýli - Ólafsfjörður - Greinargerð