Fréttir

Seinkun verður á sorphreinsun í Fjallabyggð þessa viku

Sorphirða er hafin í Fjallabyggð fyrir þessa viku en gengur hægt vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Vonir standa til að sorphirðu ljúki í vikulok.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnaði formlega 24. janúar

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnaði formlega í gær, 24. janúar, eftir miklar endurbætur. Áður en svæðið opnaði formlega bauð rekstraraðili börnum að njóta aðstöðunnar fyrr í vikunni.
Lesa meira

Vegna umfjöllunar um stjórnsýslu – og rekstrarúttekt Fjallabyggðar

Umfjöllun og athugasemdir sem birtar hafa verið á fréttamiðlum og samfélagsmiðlum um stjórnsýslu– og rekstrarúttekt sem Strategía gerði að beiðni Fjallabyggðar á síðasta ári gefa tilefni til þess að leiðrétta ýmislegt og draga fram efnislega staðreyndir málsins.
Lesa meira

253. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 253. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 23. janúar 2025 kl. 17:00
Lesa meira

LÍFSHLAUPIÐ HEFST 5. FEBRÚAR 2025 - skráning er hafin!

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum.
Lesa meira

Gísli Davíð Sævarsson ráðinn í starf sviðsstjóra skipulags – og framkvæmdasviðs Fjallabyggðar

Bæjarráð staðfesti á fundi sínum ráðningu á Gísla Davíð Sævarssyni í starf sviðsstjóra skipulags – og framkvæmdasviðs en starfið var auglýst í desember s.l. Þrír umsækjendur voru um starfið en að mati ráðningarskrifstofu uppfyllti Gísli Davíð best þau skilyrði sem sett voru fram í auglýsingunni og mælti hún með ráðningu hans í starfið.
Lesa meira

Sóknaráætlun samþykkt á aukaþingi SSNE

Þann 7. janúar sl. var haldið rafrænt aukaþing SSNE þar sem ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra var samþykkt. Ný Sóknaráætlun tekur gildi strax og gildir til loka árs 2029, en áætlunin er stefnumótandi og í henni hafa heimamenn sameinast um framtíðarsýn, markmið og verkefni.
Lesa meira

Hefur barnið þitt áhuga á tónlist? Er það með hugmynd að lagi til að þróa áfram?

Upptaktinum er lögð áhersla á að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau til fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum tónlistarfólks. Ungmennin fá að vinna við hlið og undir leiðsögn reynds tónlistarfólks að útsetningum og flutningi á eigin hugverki.
Lesa meira

Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir deildarstjórum

Leikskóli Fjallabyggðar starfar í tveimur byggðarkjörnum, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Á Leikhólum Ólafsfirði eru 50 nemendur á þremur deildum. Á Leikskálum Siglufirði eru 70-80 nemendur á fimm deildum.
Lesa meira

Tæknilæsi fyrir 60+ í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Menntaskólinn á Tröllaskaga stendur fyrir spennandi verkefni sem miðar að því að auka tæknilæsi meðal íbúa Fjallabyggðar sem eru 60 ára og eldri. Verkefnið býður upp á einstaklingsmiðaða kennslu þar sem nemendur við menntaskólann sjá um leiðsögn undir handleiðslu kennara skólans.
Lesa meira