Fréttir

Staða deiliskipulags í miðbæ Siglufjarðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. maí að heimila T.ark arkitektum f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. að vinna að tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar með það að markmiði að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem myndi m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu. Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29. október og kynnt á opnum íbúafundi þann 6. nóv. sl. Athugasemdafrestur var frá og með 13. nóvember 2024 til og með 2. janúar 2025.
Lesa meira

Álagning fasteignagjalda í Fjallabyggð árið 2025

Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins fyrir 27. janúar 2025.
Lesa meira

Matthías Kristinsson skíðamaður kjörinn Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð

Matthías Kristinsson skíðamaður kjörinn Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð.
Lesa meira

Þrettándabrenna og flugeldasýning á Siglufirði

Þrettándabrenna og flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Skjaldar í samvinnu við Björgunarsveitina Stráka á Siglufirði mánudaginn 6. janúar 2025
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2024 í Fjallabyggð

Athöfn þar sem besta og efnilegasta íþróttafólk Fjallabyggðar verður verðlaunað fer fram í Tjarnarborg kl. 17:00 laugardaginn 4. janúar 2025.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2024 í Fjallabyggð. Athöfn frestað til 4. janúar 2025

Val á íþróttamanni ársins 2024 sem halda átti í dag 27. desember hefur verið frestað. Hátíðin fer fram í Tjarnarborg 4. janúar 2025 kl: 17:00. Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.
Lesa meira

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 Vetrarbraut 8-10 – breyttir skilmálar.
Lesa meira

Skrifstofustjóri Fjallabyggðar ráðinn tímabundið í starf bæjarstjóra

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða skrifstofustjóra, Þóri Hákonarson, tímabundið í starf bæjarstjóra til 31. mars nk. eða þar til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. Þórir hefur áður starfað í Ráðhúsi Fjallabyggðar en þá sem skrifstofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar á árunum 1997-2006 og er því vel kunnugur umhverfinu og rekstri sveitarfélaga.
Lesa meira

Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir 100 ára í dag

Í dag fagnar Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir 100 ára afmæli. Rósa fæddist þann 20. desember 1924 á Sauðárkróki en fluttist til Siglufjarðar aðeins 18 ára gömul og hefur búið þar allar götur síðan. Það er einstaklega merkilegur áfangi að ná þessari aldursstöðu og í tilefni dagsins færðu forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar og fulltrúi Hátindar 60+ henni blómvönd. Fjallabyggð sendir Rósu innilegar hamingjuóskir á þessum gleðilega degi.
Lesa meira

Opnunartími á gámasvæðum yfir jól og áramót

Lesa meira