Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir 100 ára í dag

Í dag fagnar Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir 100 ára afmæli.
Rósa fæddist þann 20. desember 1924 á Sauðárkróki en fluttist til Siglufjarðar aðeins 18 ára gömul og hefur búið þar allar götur síðan. Það er einstaklega merkilegur áfangi að ná þessari aldursstöðu og í tilefni dagsins færðu forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar og fulltrúi Hátindar 60+ henni blómvönd.
Fjallabyggð sendir Rósu innilegar hamingjuóskir á þessum gleðilega degi.