Fréttir

Eldvarnardagur í Leilskóla Fjallabyggðar

Eldvarnardagur var í leikskólum Fjallabyggðar, Leikhólum og Leikskálum, í dag. Börn á efstu deildum leikskólana hafa í vetur aðstoðað slökkvilið við að tryggja að brunavarnir leikskólanna væru í lagi. Jafnframt var þeim kynnt og kennt mikilvægi brunavarna meðal annars heima fyrir
Lesa meira

Menning um hvítasunnu

Þór Vigfússon opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Arnfinna Björnsdóttir opnar sýningu með nýjum verkum í Ráðhússal Siglufjarðar 18. maí nk. Sýngin er opin daglega frá kl. 15.00 - 17.00 til og með 21. maí.
Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði í gær

Skemmtiferðaskipið MS Fram frá Hurtigruten í Noregi kom óvænt til Siglufjarðar í gær og er það fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins.  Skipinu var ætlað að leggja að á Djúpavík en vegna veðurs þurfti skipið frá að hverfa og var ákveðið að koma þess í stað til Siglufjarðar. Bókunarfyrirvarinn var stuttur eða rétt rúmlega hálfur sólarhringur. 
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir lausar stöður - Umsóknarfrestur framlengdur

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir lausar stöður - umsóknarfrestur framlengdur til 25. maí nk.
Lesa meira

Vorhátíð 1.- 4. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar

VORHÁTÍÐ 1. - 4. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldin í Tjarnarborg fimmtudaginn 16. maí kl. 18:00
Lesa meira

Næsti fundur bæjarsjórnar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí 2024

Haldinn verður fundur í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 15. maí kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Ráðhúsinu við Grundargötu 24.
Lesa meira

Forsetakosningar 1. júní 2024

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram eiga að fara laugardaginn 1. júní 2024, verða í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði og í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar lokaðar 14. maí eftir hádegi vegna námskeiðs

Vegna námskeiðs starfsfólks verða Íþróttamiðstöðvar Fjalllabyggðar lokaðar frá kl. 12:00 á morgun þriðjudag 14. maí 2024. Þær eru því opnar frá 06:30-12:00 á morgun.
Lesa meira

Stóri plokkdagurinn í Ólafsfirði 15. maí

Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar heldur utan um Stóra plokkdaginn en hann verður 15. maí n.k. kl 17. Mæting við Kaffi Klöru og áhersla lögð á innkeyrslu í bæinn. Íbúar og fyrirtæki eru hvattir til að huga að sínu nærumhverfi.
Lesa meira

Tilkynning vegna framkvæmda og lokunar í Aðalgötu á Siglufirði

Sunnudaginn 12. maí hefjast framkvæmdir við síðasta áfanga í endurnýjun Aðalgötu á Siglufirði og jafnframt fyrsta áfanga í nýju skipulagi miðbæjarins. Framkvæmdaraðili er Sölvi Sölvason.
Lesa meira