Upplýsingafundur vegna Landsmóts 50+ í Fjallabyggð 2025

Upplýsingafundur vegna Landsmóts 50+ í Fjallabyggð 2025

Upplýsingafundur verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 23. október í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefst hann kl. 18:00.

Landsmót 50+ verður haldið í Fjallabyggð helgina 27. -29 júní 2025 og er það mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið.  Mótið er samstarfsverkefni UMFÍ, UÍF og Fjallabyggðar og má gera ráð fyrir að bærinn muni iða af lífi þessa daga. 

Til að mótið takist sem best þarf fjölda sjálfboðaliða og allt samfélagið með á vagninn. Því er félagsfólk aðildarfélaga UÍF, fyrirtæki og íbúar sem sjá sér fært að liðsinna í aðdraganda mótsins og á meðan á því stendur hvattir til að mæta á upplýsingafundinn. 

Landsmót UMFÍ 50+ er fyrir þátttakendur sem verða fimmtíu ára á árinu og alla eldri. Mótið er blanda af íþróttakeppni og skemmtun og er markmið þess að fá folk á miðjum aldri og eldra til að njóta samverunnar. Keppt er í allskonar greinum. Þar á meðal boccía og ringó, golf, frjálsar íþróttir, sund, hlaup og hjólreiðar og margt fleira. 

 

Allir velkomnir!