Fréttir

Söngskemmtun Karlakórs Fjallabyggðar ásamt Ástarpungunum

Laugardaginn 4. maí næstkomandi ætlar Karlakór Fjallabyggðar að blása til söngskemmtunar og hefur fengið til liðs við sig ballhljómsveitina Ástarpungana.
Lesa meira

Næsti fundur bæjarsjórnar verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2024

Haldinn verður fundur í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 30. apríl kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Tjarnarborg.
Lesa meira

Opnunartími íþróttamiðstöðva sumardaginn fyrsta - Lokað 1. maí

Opnunartími Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sumardaginn fyrsta á Siglufirði og Ólafsfirði verður frá kl. 10:00-14:00
Lesa meira

Snjóflóðaæfing - Skarðsdal 17. apríl 2024

Á morgun, miðvikudaginn 17. apríl, verður haldin æfing viðbragðsaðila á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Þar verður líkt eftir því að snjóflóð hafi fallið á hóp skíðamanna og þeir grafist undir því. Æfð verða viðbrögð við leit og björgun þeirra sem hvaða aðhlynningu þolendur þurfa að fá í kjölfarið.
Lesa meira

Fjallabyggð boðar til íbúafundar í tengslum við stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Fjallabyggðar

Í tengslum við stjórnsýslu- og rekstrarúttekt Fjallabyggðar bjóðum við til íbúafundar til að fá fram sjónarmið sem flestra varðandi hugmyndir um framtíðaruppbyggingu Fjallabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Ráðhússalnum 23. apríl kl. 17:00 til 18:00 Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meira

Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl nk.
Lesa meira

Vorfundur ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila í Fjallabyggð

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir vorfundi með ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar-, og þjónustuaðilum í Fjallabyggð Í Tjarnarborg miðvikudaginn 17. apríl nk. frá kl. 17:00 – 18:30.
Lesa meira

VORHÁTÍÐ 5. - 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar

VORHÁTÍÐ 5. - 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar
Lesa meira

Fyrirlesturinn Fokk me - fokk you! Fyrir unglingastig Grunnskóla Fjallabyggðar og forsjáraðila

Fræðslan Fokk me-Fokk you fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum. Í fræðslunni er fjallað um sjálfmyndina og nemendur vaktir til umhugsunar um hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags. Rætt er um hve mikilvægt það er að sýna hvert öðru virðingu og virða mörk annarra.
Lesa meira

Rannís auglýsir - Opið er fyrir umsóknir í Culture Moves Europe

Culture Moves Europe veitir ferðastyrki til listamanna og fagfólks í menningarmálum í öllum 40 Evrópulöndum innan Creative Europe. Styrkirnir eru veittir til eftirfarandi sviða:
Lesa meira