Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag nýs kirkjugarðs við Brimnes í Ólafsfirði

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag nýs kirkjugarðs við Brimnes í Ólafsfirði.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir kirkjugarð við Brimnes í Ólafsfirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Kanon arkitektum fyrir Fjallabyggð, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.

Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja svæði fyrir framtíðar grafreiti Ólafsfirðinga. Núverandi kirkjugarður við Aðalgötu er nánast fullnýttur og tækifæri til stækkunar á því svæði ekki metin hagfelld. Deiliskipulagið kallar á breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar í bókasafni Fjallabyggðar við Bylgjubyggð 2b í Ólafsfirði og á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum skal skila skriflega á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir fyrir lok 4. október nk.:

https://skipulagsgatt.is/issues/2024/989

Skipulagslýsing (pdf)

Skipulagsfulltrúi