Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 Borhola í Ólafsfirði – nýr landnotkunarreitur

Bæjarráð Fjallabyggðar f.h. bæjarstjórnar samþykkti 30. ágúst 2024 að heimila Norðurorku borun nýrrar vinnsluholu á Ósbrekkusvæðinu sunnan Ólafsfjarðar vegna niðurdráttar í núverandi vinnsluholum. Með nýrri vinnsluholu ætti hitaveituþörf þéttbýlisins að vera fullnægt.

Framkvæmdaleyfið kallar á óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Núverandi holur á svæðinu eru merktar inn á skipulagsuppdrátt með punkti nr. 138 I en ný hola er norðaustan við núverandi holur og fær merkinguna 169 I.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til tæknideildar Fjallabyggðar.

Skipulagsuppdráttur (pdf)

Íris Stefánsdóttir, skipulagsfulltrúi.