Fréttir

Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja til menningarmála 2024

Þann 15. febrúar sl. var bæjarlistamaður Fjallabyggðar formlega útnefndur en Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 9. nóvember sl., að útnefna Ástþór Árnason Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2024. Er það í 15. sinn sem nefndin útnefnir bæjarlistamann Fjallabyggðar.
Lesa meira

Málstofa: Orkuskipti á Norðurlandi - Hvað næst?

Orkuskipti á Norðurlandi – Hvað er næst? Eimur, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Íslensk Nýorka halda málstofu í Hofi og í streymi 21. febrúar.
Lesa meira

Breyting á opnunartíma íþróttamiðstöðar í Ólafsfirði laugardaginn 12. febrúar

Breyting á opnunartíma íþróttamiðstöðar í Ólafsfirði laugardaginn 12. febrúar. Vegna vélsleðamóts í Ólafsfirði hefur verið samþykkt að breyta opnunartíma íþróttamiðstöðvar/sundlaugar í Ólafsfirði laugardaginn 12. febrúar. Opið verður kl. 14:00 – 18:00. Beðist er velvirðingar ef þessi breyting veldur óþægindum fyrir íbúa.
Lesa meira

Skólaakstur í vetrarfríi

Akstur skólarútu verður með breyttu sniði föstudaginn 16. febrúar vegna vetrarfrís grunnskólans.
Lesa meira

Breyttur opnunartími íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði vegna Snjókross keppni nk. laugardag

Vegna Snjókross keppni Vélsleðafélags Ólafsfjarðar nk. helgi 17.- 18. febrúar verður breytt opnun í sundlauginni í Ólafsfirði laugardaginn 17. febrúar. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00.
Lesa meira

Dagur Leikskólans 6 febrúar

Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök. Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert um langt árabil.
Lesa meira

Öskudagur 14. febrúar

Öskudagur 14. febrúar kl. 16:00-17:00 í Íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Rúta fer frá Gunnskólanum á Siglufirði kl. 15:40 og til baka kl. 17:00 Foreldrafélag Leikhóla
Lesa meira

Sundlaug í Ólafsfirði hefur verið opnuð á ný

Vegna tilmæla frá Norðurorku var sundlauginni í Ólafsfirði lokað um tíma vegna skorts á heitu vatni í Ólafsfirði. Búið er að opna laugina á ný með leyfi Norðurokru.
Lesa meira

1-1-2 dagurinn er næstkomandi sunnudag 11. febrúar og er yfirskrift hans að þessu sinni “Öryggi á vatni og sjó”.

1-1-2 dagurinn er næstkomandi sunnudag 11. febrúar og er yfirskrift hans að þessu sinni “Öryggi á vatni og sjó”. Af því tilefni ætla viðbragðsaðilar í Fjallabyggð að tefla fram nýja björgunarskipinu Sigurvin með bátaflokk Björgunarsveitarinnar Stráka í stafni og setja á svið sjóbjörgun í Siglufjarðarhöfn ásamt Slökkviliði Fjallabyggðar, sjúkraflutningateymi HSN í Fjallabyggð og lögreglu.
Lesa meira

Úthlutunarhátíð 2024 - Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024 Ástþór Árnason verður útnefndur við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 15. febrúar 2024 kl. 17:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningar- og fræðslumála, til hátíðarhalda, reksturs safna og setra og til grænna verkefna.
Lesa meira