Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningu um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2025.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Árlega er óskað er eftir umsóknum og rökstuddum ábendingum sem markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur til hliðsjónar við val á Bæjarlistamanni Fjallabyggðar.
Allt starfandi listafólk og listahópar sem hafa starfað og verið búsettir að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina og nefndin metur allar umsóknir og tilnefningar sem fram koma.
Tilnefningar berist til markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is, eða í síma 464-9100. Einnig er að finna eyðublað undir "Þjónustugátt" á heimasíðu Fjallabyggðar.
Frestur til að skila inn tilnefningu er til 14. nóvember 2024.
Útnefning bæjarlistamanns fer fram í tengslum afhendingu menningarstyrkja í upphafi hvers árs.
Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar
Menningarstefna Fjallabyggðar