Tilnefning um Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2025

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningu um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2025.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------  Árlega er óskað er eftir umsóknum og rökstuddum ábendingum sem markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur til hliðsjónar við val á Bæjarlistamanni Fjallabyggðar.
Allt starf­andi lista­fólk og lista­hóp­ar sem hafa starfað og verið búsettir að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina og nefnd­in met­ur all­ar um­sókn­ir og til­nefn­ing­ar sem fram koma.

Tilnefningar berist til markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið lindalea@fjallabyggd.is, eða í síma 464-9100. Einnig er að finna eyðublað undir "Þjónustugátt" á heimasíðu Fjallabyggðar.

Frestur til að skila inn tilnefningu er til 14. nóvember 2024. 

Út­nefn­ing bæj­arlista­manns fer fram í tengsl­um afhendingu menningarstyrkja í upphafi hvers árs. 

Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar


Menningarstefna Fjallabyggðar