Þrettándabrenna og flugeldasýning á Siglufirði

Mynd frá þrettándagleði í Fjallabyggð 2015
Mynd frá þrettándagleði í Fjallabyggð 2015
 

Þrettándabrenna og flugeldasýning á Siglufirði

Kiwanisklúbburinn Skjöldur í samstarfi við Björgunarsveitina Stráka og 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar stenda fyrir árlegri Þrettándabrennu og flugeldasýningu á Siglufirði, mánudaginn 6. janúar nk.

Blysför með nemendum út 10. bekk grunnskólans fer frá Ráðhústorginu kl. 17:30 og þaðan verður gengið að brennustaðnum. Kveikt verður í brennunni kl. 18:00 og fylgir henni glæsileg flugeldasýning.

Allir eru hvattir til að mæta í grímubúningum til að skapa enn skemmtilegri stemmingu og kveðja jólin með glæsibrag.

Eftir brennu, frá kl. 19:00 til 20:30, verður barnaskemmtun Kiwanis í formi grímuballs á Kaffi Rauðku.

Við hvetjum alla til að mæta og eiga saman gleðilega og litríka kvöldstund.

Kiwanisklúbburinn Skjöldur, Björgunarsveitin Strákar Siglufirði og Fjallabyggð