Athöfn þar sem besta og efnilegasta íþróttafólk Fjallabyggðar verður verðlaunað fer fram í Tjarnarborg kl. 17:00 laugardaginn 4. janúar 2025.
Það eru Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa að valinu, í samstarfi við íþróttafélög innan UÍF, og athöfninni sjálfri. Er hún öllum opin og er fólk hvatt til að mæta og fagna uppskeru ársins hjá íþróttahreyfingunni í Fjallabyggð.
Tilnefndir í flokki ungra og efnilegra 13-18 ára í hinum ýmsu íþróttagreinum eru:
Golf: Björn Helgi Ingimarsson, Haukur Rúnarsson, Sebastían Amor Óskarsson.
Blak: Sindri Hafþór Halldórsson, Eiríkur Hrafn Baldvinsson, Benóní Hreinn Bárðarson, Eva María Marenda, Hanna María Sigurgeirsdóttir og Jana Marenda.
Knattspyrna: Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir, Ásdís Ýr Kristinsdóttir, Mundína Ósk Þorgeirsdóttir, Elís Beck Kristófersson, Agnar Óli Grétarsson og Alex Helgi Óskarsson.
Badminton: Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir, Tómas Ingi Ragnarsson, Sebastían Amor Óskarsson og Anton Elías Viðarsson.
Skíði: Laufey Petra Þorgeirsdóttir, Björg Glóa Heimisdóttir, Sóley Birna Arnarsdóttir, Guðrún Ósk Auðunsdóttir, Mundína Ósk Þorgeirsdóttir, Svava Rós Kristófersdóttir, Haraldur Helgi Hjaltason, Sebastían Amor Óskarsson, Árni Helgason og Steingrímur Árni Jónsson.
Vélsleðar / mótorsport: Sigurður Geir Bjarnason og Árni Helgason.
Tilnefndir til íþróttamanns ársins 19 ára og eldri.
Golf: Dagný Finnsdóttir, Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson.
Blak: Anna Brynja Agnarsdóttir.
Knattspyrna: Marinó Snær Birgisson og Daniel Kristiansen.
Skíði: Matthías Kristinsson.
Vélsleðar: Ásgeir Frímannsson.
Íþr.Snerpa: Hugljúf Sigtryggsdóttir og Sigurjón Sigtryggsson