Matthías Kristinsson íþróttamaður ársins 2024
Mynd: Guðmundur Jakobsson.
Matthías Kristinsson skíðamaður kjörinn Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð.
Laugardaginn 4. janúar var besta og efnilegasta íþróttafólk Fjallabyggðar verðlaunað fyrir árangur sinn á árinu 2024. Athöfnin fór fram í Tjarnarborg en Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar standa að valinu og í ár voru 45 iðkendur tilnefndir af aðildarfélögum UÍF.
Íþróttamaður ársins var kjörinn Matthías Kristinsson skíðamaður en 2024 reyndist honum afskaplega vel í brekkunum. Matthías keppti á fjölda móta í Noregi og Svíþjóð og bætti sig mikið í svigi á heimslista FIS. Hann byrjaði árið í 478.sæti á heimslistanum en lauk því í 222.sæti sem setur hann einnig í topp 10 yfir jafnaldra sína í heiminum í svigi. Matthías er í A-landsliði Íslands í alpagreinum og keppti á heimsmeistaramóti ungmenna í Frakklandi og náði þar 31.sæti í stórsvigi og 32.sæti í svigi.
Einnig voru veittar eftirfarandi viðurkenningar:
Kylfingur ársins, ungur / efnilegur: Sebastían Amor Óskarsson
Kylfingur ársins: Sigurbjörn Þorgeirsson
Blakmaður ársins, ungur / efnilegur: Eiríkur Hrafn Baldvinsson
Blakkona ársins, ung / efnileg: Eva María Merenda
Blakkona ársins: Anna Brynja Agnarsdóttir
Boccia maður ársins: Sigurjón Sigtryggsson
Knattspyrnumaður ársins, ungur / efnilegur: Agnar Óli Grétarsson
Knattspyrnukona ársins, ung / efnileg: Hólmfríður Dögg Magnúsdóttir
Knattspyrnumaður ársins: Daniel Kristiansen
Badmintonkona ársins, ung / efnileg: Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir
Badmintonmaður ársins, ungur / efnilegur: Sebastían Amor Óskarsson
Skíðamaður ársins, ungur / efnilegur: Sebastían Amor Óskarsosn
Skíðakona ársins, ung / efnileg: Mundína Ósk Þorgeirsdóttir
Skíðamaður ársins: Matthías Kristinsson
Vélsleðamaður ársins, ungur / efnilegur: Árni Helgason
Vélsleðamaður ársins: Ásgeir Frímannsson
Hrannar Snær Magnússon var heiðraður sérstaklega fyrir frábæran árangur í sinni íþróttagrein fyrir íþróttafélag utan Fjallabyggðar. Hrannar átti frábært tímabil 2024 þegar hann lék með Aftureldingu í knattspyrnu og hjálpaði liðinu upp í efstu deild í fyrsta skipti.
Íþróttamaður ársins 2024
Á myndina vantar Matthías Kristinsson en afi hans Björn Þór Ólafsson tók við verðlaununum.
Einnig vantar Hrannar Snæ Magnússon og Ásgeir Frímannsson.