Skíðasvæðið í Skarðsdal opnaði formlega 24. janúar

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnaði formlega 24. janúar

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnaði formlega í gær, 24.janúar en fyrr í vikunni hafði rekstraraðili boðið börnum að koma á svæðið.

Opið var frá 15:00 – 19:00 í gær en upplýsingar um opnunartíma má finna hér Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði og eru upplýsingar uppfærðar reglulega. T-lyftan og Töfrateppið voru opin og má reikna með að svo verði áfram ef veður og snjóalög leyfa.

Mikil vinna hefur farið fram á svæðinu undanfarið við að bæta aðstöðu. Íbúar sem og aðrir skíðaiðkendur eru hvattir til að heimsækja Skarðsdal, nýta sér endurbætta aðstöðu og njóta útivistar í fallegri náttúru Siglufjarðar.

Endilega fylgist með nýjustu upplýsingum og opnunartímum á samfélagsmiðlum og heimasíðu skíðasvæðisins.