Leikskóli Fjallabyggðar, sem starfar í tveimur byggðarkjörnum, Ólafsfirði og Siglufirði, leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingum til að gegna stöðu deildarstjóra. Við leggjum ríka áherslu á nám í gegnum leik og hreyfingu, þar sem einkunnarorðin okkar eru Kraftur – Sköpun – Lífsgleði.
Á Leikhólum Ólafsfirði eru 50 nemendur á þremur deildum, en á Leikskálum Siglufirði eru 70–80 nemendur á fimm deildum.
Lausar stöður:
Deildarstjórar við leikskólann
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu
- Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Góð færni í íslensku
- Hreint sakavottorð (umsækjandi þarf að veita heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá)
Ef ekki fæst leikskólakennari eða einstaklingur með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi, verða aðrar umsóknir teknar til skoðunar.
Launakjör:
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Félags leikskólakennara (FL).
Umsóknarfrestur:
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 29. janúar 2025.
Upphaf starfs:
Störf hefjast 1. febrúar 2025, eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar og umsóknir:
Allar frekari upplýsingar veitir Kristín María Hlökk Karlsdóttir, leikskólastjóri, í síma 847-4011 eða á netfangið kristinm@fjallaskolar.is.
Upplýsingar um skólann og starfsemina má einnig finna á heimasíðu leikskólans:
http://leikskolifjallabyggdar.leikskolinn.is
Kynntu þér einnig samfélagið okkar á vefsíðu Fjallabyggðar:
https://www.fjallabyggd.is
Fjallabyggð fagnar þér!
https://www.fagnar.is