Gísli Davíð Sævarsson ráðinn í starf sviðsstjóra skipulags – og framkvæmdasviðs Fjallabyggðar

Gísli Davíð Sævarsson ráðinn í starf sviðsstjóra skipulags – og framkvæmdasviðs Fjallabyggðar

Bæjarráð staðfesti á fundi sínum ráðningu á Gísla Davíð Sævarssyni í starf sviðsstjóra skipulags – og framkvæmdasviðs en starfið var auglýst í desember s.l.
Þrír umsækjendur voru um starfið en að mati ráðningarskrifstofu uppfyllti Gísli Davíð best þau skilyrði sem sett voru fram í auglýsingunni og mælti hún með ráðningu hans í starfið.

Undir starf sviðsstjóra falla m.a. byggingamál, eignaumsjón, lóða – og skipulagsmál, framkvæmdir, þjónustudeild, veitur og umhverfismál.

Gert er ráð fyrir því að Gísli Davíð hefji störf hjá Fjallabyggð þann 3. mars nk.