Þátttakendur Upptaktsins 2022 á uppskerutónleikum í Menningarhúsinu Hofi
Mynd: SSNE
Upptaktinum er lögð áhersla á að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau til fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum tónlistarfólks. Ungmennin fá að vinna við hlið og undir leiðsögn reynds tónlistarfólks að útsetningum og flutningi á eigin hugverki.
Að þessu ferli loknu verða til ný tónverk sem flutt eru af atvinnuhljóðfæraleikurum á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi þann 27. apríl og varðveitt með upptöku í hljóð og mynd sem sýnd verður á RÚV. Tónlistarstjóri er engin önnur en tónlistarkonan Greta Salóme. Atvinnuhljóðfæraleikarar leika verkin á meðan ungmennin sitja á meðal áheyrenda og njóta.
Upptakturinn er fyrir öll börn og ungmenni á Norðurlandi eystra í 5. – 10. bekk og á RÚV má heyra með orðum ungmennana virðið sem þau sjá í því að þátt: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/upptakturinn-a-akureyri/36728/au8fsb
Hverjir mega taka þátt:
Öll börn og ungmenni á Norðurlandi eystra í 5.-10. bekk. Þátttakendunum sem eiga þau verk sem eru valin áfram, fá einstaklingssmiðju með fagfólki sem mun aðstoða við að fullvinna hugmyndir þátttakenda.
Markmiðin eru:
- Sköpun – að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og ungmenni til að semja eigin tónlist.
- Skráning – að aðstoða börn og ungmenni við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju og varðveita þannig tónlistina.
- Flutningur – að gefa börnum og ungmennum tækifæri á að upplifa eigin tónlist í flutningi fagfólks við kjöraðstæður á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi.
Svona tekur þú þátt:
- Hugmyndinni má skila inn sem myndupptöku (mp4), hljóðupptöku (mp3), texta eða sem hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift.
- Lengd tónverks, óháð tónlistarstíl, skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 6 flytjendur.
- Umsóknin sendist rafrænt á upptakturinn@mak.is ásamt nafni höfundar, aldri, tölvupóstfangi, heiti grunnskóla, titli verks og verkinu sjálfu ásamt nafni forrráðamanns, símanúmeri og tölvupóstfangi.
- Skilafrestur hugmynda er til og með 16. febrúar 2025
Nánari upplýsingar um Upptaktinn má finna á:
- heimasíðu Hofs
- facebooksíðu Upptaktsins í Hofi
- youtube í tveggja mínútna skýringar myndbandi
- Hér má sjá þann föngulega hóp sem komst áfram í fyrra. Þar á meðal eru ungmenni í Naustaskóla, Brekkuskóla, Oddeyrarskóla, Þelamerkurskóla og Lundarskóla!
- Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley verkefnastjóri Upptaktsins og viðburðastjóri Menningarhússins Hofs í síma 450-1007 eða í tölvupósti – upptakturinn@mak.is
Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu og styrkt af Sóknaráætlun SSNE.
Í skýrslunni Hagræn áhrif menningar og skapandi greina má lesa um virði tónlistar og annarra skapandi greina út frá fjármagni. Sýnileiki fjölbreyttra starfsgreina er mikilvægur um allt land. Að hafa tækifæri á starfsvali út frá hæfni og færni, hefur sýnt að skapi mikilvæg lífsgæði fyrir íbúa samfélaga.