Fréttir

Meiri afli á land

Í fundargerð Hafnarstjórnar frá því 10. desember sl. kemur fram að landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1. janúar 2015 til 10. desember 2015 hafi verið 23.200 tonn á Siglufirði í 2.371 löndun og 506 tonn í Ólafsfirði í 570 löndunum.
Lesa meira

Fjallabyggð úr leik í Útsvari

Lið Fjallabyggðar tók þátt í annarri umferð Útsvars sl. föstudag. Mótherjar voru Norðurþing og unnu þeir lið Fjallabyggðar með 65 stigum gegn 61. Viðureignin var jöfn og spennandi og réðust úrslit á lokaspurningum. Fjallabyggð hefur þá lokið þátttöku í Útsvari þennan veturinn og stóðu keppendur sig með miklum sóma.
Lesa meira

Inn er helgi hringd

Út er kominn geisladiskurinn Inn er helgi hringd. Á disknum eru 18 jóla- og nýárssálmar. Jón Þorsteinsson, tenór syngur við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar, organista Akureyrarkirkju. Diskurinn er gjöf Jóns til Ólafsfjarðarkirkju í tilefni 100 ára afmælis hennar.
Lesa meira

Stórsýning MTR

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir stórsýningu Menntaskólans á Tröllaskaga sem verður á morgun, laugardaginn 12. desember. Nemendur eru að leggja lokahönd á verkefni sín og upphengiferlið komið í gang. Sem fyrr er fjölbreytnin höfð að leiðarljósi og mun kenna ýmissa grasa á sýningunni. Má til dæmis nefna sjónlistir, ArtFabLab, útieldun og fjölda annara spennandi verkefna.
Lesa meira

Fjallabyggð - Norðurþing í Útsvari

Fjallabyggð er komið í aðra umferð í sjónvarpsþættinum Útsvar á RÚV. Samkvæmt venju er þátturinn á dagskrá á föstudagskvöldum og keppir Fjallabyggð gegn Norðurþingi föstudaginn 11. desember nk.
Lesa meira

Undirritaður verksamningur v/ Bæjarbryggju

Í gær, fimmtudaginn 10. desember, var undirritaður samningur á milli Fjallabyggðar og Ísar ehf. vegna endurbyggingu á Bæjarbryggju á Siglufirði. Það voru þeir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Stefán Guðjónsson forstjóri Ísar ehf sem skrifuðu undir samninginn í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Lesa meira

Jólastemmning í miðbæ Ólafsfjarðar

Föstudaginn 11. desember verður sannkölluð jólastemmning í miðbæ Ólafsfjarðar og hefst hún kl. 20:00 og verður fram eftir kvöldi. Þá verður hluta Aðalgötunar lokað og hún gerð að göngugötu.
Lesa meira

Pökkuðu inn rúmlega 100 jólagjöfum

Nú í desember hefur Grunnskóli Fjallabyggðar verið í samstarfi við Önnu Hermínu Gunnarsdóttur með innpökkun á jólagjöfum sem hún hefur safnað til að gefa bágstöddum börnum á Íslandi.
Lesa meira

Norðurland - íbúða- og atvinnumarkaður í brennidepli

Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um íbúða- og atvinnumarkað fimmtudaginn 10. desember kl. 16.00 – 18.00 á Hótel KEA. Á fundinum verður ný greining SI á íbúðamarkaði kynnt, þar sem m.a. er lagt mat á þörf fyrir íbúðir og að hversu miklu leyti framboð íbúða mætir henni. Einnig verður horft til atvinnumarkaðarins á Norðurlandi í breiðu samhengi.
Lesa meira

Rauðir sokkar - tónleikar í Tjarnarborg

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár. Þetta verður í fyrsta skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina og hún getur ekki beðið að deila þeirri upplifun með ykkur. Olga mun flytja jólalög úr öllum áttum.
Lesa meira