Nýtt skipurit fyrir Fjallabyggð tók gildi nú um áramótin samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 15. október sl. Helstu breytingar eru þessar;
- Deildum er fjölgað úr þremur í fjórar
- Fjölskyldudeild er ekki lengur til
- Ný deild, fræðslu- frístunda- og menningarmáladeild verður til
- Tæknideild breytist í umhverfis- og tæknideild
- Deildirnar eru því; Stjórnsýslu- og fjármáladeild, Félagsmáladeild, Fræðslu- frístunda- og menningarmáladeild, Umhverfis- og tæknideild
- Slökkvilið heyrir nú undir umhverfis- og tæknideild. Fjallabyggðarhafnir sömuleiðis.
- Rekstur skólastofnanna fer frá bæjarstjóra og heyra nú undir deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningamála
- Markaðs- og menningarmál sem tilheyrðu Stjórnsýslu- og fjármáladeild heyra nú undir Fræðslu- frístunda- og menningamáladeild
- Rekstur íbúasjóða heyrir nú undir deildarstjóra félagsmáladeildar
- Íþrótta- og tómstundamál sem heyrðu undir Fjölskyldudeild tilheyra nú Fræðslu- frístunda- og menningarmáladeild
- Atvinnumál sem áður tilheyrðu Stjórnsýslu- og fjármáladeild heyra nú undir Fræðslu- frístunda- og menningarmáladeild
Sjá nánar hér á heimasíðunni