Fréttir

Innritunarrreglur leikskóla (uppfært)

Þann 15. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar nýjar innritunar- og skráningarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikskóli Fjallabyggðar býður upp á leikskólanám fyrir börn frá tveggja ára aldri. Þrátt fyrir þessar reglur er framkvæmd með þeim hætti að heimilt er að veita yngri börnum leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla. Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri annast innritun barna í leikskóla Fjallabyggðar. Að jafnaði skal miða við að leikskóladvöl hefjist eftir sumarlokun leikskóla.
Lesa meira

Áramótabrennur í Fjallabyggð

Nú á síðasta degi ársins verða áramótabrennur í Fjallabyggð samkvæmt venju. Klukkan 20:00 verður brenna í Ólafsfirði, nánar tiltekið við Ósbrekkusand. Hálftíma síðar eða kl. 20:30 verður svo brenna á Siglufirði nánar tiltekið sunnan við Rarik. Á báðum stöðum verða flugeldasýningar í kjölfarið á brennunum. Það er KF sem hefur umsjón með brennunum og Björgunarsveitirnar Strákar Siglufirði og Tindur Ólafsfirði sjá um flugeldasýningarnar.
Lesa meira

Gjaldskrár 2016

Nú um áramótin hækka gjaldskrár í Fjallabyggð samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Almennt eru hækkanir í kringum 4,5% nema hjá Tónskóla Fjallabyggðar þar sem umtalsverð hækkun er á gjaldskrá.
Lesa meira

Finnur Ingi Sölvason íþróttamaður Fjallabyggðar árið 2015

Kjörið á íþróttamanni Fjallabyggðar árið 2015 fór fram þriðjudaginn 29. desember en það eru Kiwanisklúbburinnn Skjöldur og Ungmennafélag Fjallabyggðar (UÍF) sem standa fyrir valinu.
Lesa meira

Boðið upp á akstur hópferðabíls

Björn Sigurðsson og Guðrún Guðmundsdóttir gera nú út 20 manna hópferðabíl frá Ólafsfirði. Geta þau útvegað stærri bíl ef þurfa þykir. Allar nánari upplýsingar gefur Björn Sigurðsson í síma 666 4040.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins útnefndur í dag

Íþróttamaður Fjallabyggðar fyrir árið 2015 verður útnefndur í dag við hátíðlega athöfn á Allanum kl. 20:00
Lesa meira

Útgáfutónleikar - Inn er helgi hringd

Tónleikar verða í Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. desember 2015 kl. 20:00 Jón Þorsteinsson, tenór og Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju flytja jóla- og nýárssálma af nýútkomnum diski þeirra Inn er helgi hringd. Tónleikarnir eru liður í 100 ára afmælishátíð Ólafsfjarðarkirkju. Verum öll velkomin til kirkju.
Lesa meira

Jólakveðja

Bæjarstjórn og starfsmenn Fjallabyggðar senda bæjarbúum og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með bestu þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Opnunartímar um jól og áramót

Stofnanir Fjallabyggðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir:
Lesa meira

Eyrarrósin 2016 auglýsir eftir umsóknum

Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn snemma árs 2016, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Lesa meira