Gjaldskrár 2016

Nú um áramótin hækka gjaldskrár í Fjallabyggð samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Almennt eru hækkanir í kringum 4,5% nema hjá Tónskóla Fjallabyggðar þar sem umtalsverð hækkun er á gjaldskrá. Þess má geta að gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar hefur ekki tekið neinum breytingum frá árinu 2012 (leiðrétting 4.1.2016). Þrátt fyrir þetta stökk sem nú verður á gjaldskrá Tónskólans eru gjöldin enga að síður frekar lá í samanburði við aðra tónskóla.

Gjaldskrár má sjá undir útgefið efni.  

Grunnskóli Fjallabyggðar
Tónskóli Fjallabyggðar
Leikskóli Fjallabyggðar
Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar
Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
Menningarhúsið Tjarnarborg
Hafnarsjóður Fjallabyggðar (Stjórnartíðindi, b-deild)
Dagvist aldraðra Skálarhlíð
Tjaldsvæði Fjallabyggðar

Gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar bíður samþykktar bæjarstjórnar og gjaldskrár tæknideildar taka mið af vísitölu í janúar ár hvert og verða uppfærðar í byrjun árs 2016.