Fréttir

Vegna óveðurs

Samkvæmt veðurspá má búast við að óveðrið skelli á Fjallabyggð upp úr kl. 18:00 í dag. Eru íbúar hvattir til að fergja allt lauslegt á lóðum sínum og koma ruslatunnum í gott skjól. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á öllu landinu þannig að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og setja öryggið á oddinn þannig að skaðinn verði sem minnstur.
Lesa meira

Strætóferðir falla niður

Vegna yfirvofandi óveðurs sem ganga á yfir landið síðar í dag hefur Strætó tilkynnt að Leið 78, frá Sigluf­irði kl.15:00 á Ak­ur­eyri og frá Ak­ur­eyri kl.16:30 að Sigluf­irði falli niður.
Lesa meira

Jólatónleikar Tónskóla Fjallabyggðar

Jólatónleikar Tónskóla Fjallabyggðar verða í Tjarnarborg þriðjudaginn 8. desember kl. 19:00 og í Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 18:00. Fram koma nemendur og kennarar tónskólans með skemmtilega jóladagskrá.
Lesa meira

Tillaga um Kristinn í nýtt starf deildarstjóra

Þann 16. október sl. var auglýst laust til umsóknar nýtt starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Alls sóttu 9 einstaklingar um starfið.
Lesa meira

Skíðasvæðið Skarðsdal opnar

Félagarnir á skíðasvæði Siglufjarðar, Skarðsdal, hafa ákveðið að opna skíðasvæðið í dag frá kl 13:00 - 18:00. Búið var að auglýsa formlega opnun laugardaginn 5. desember en veðurspá fyrir morgundaginn er ekki góð.
Lesa meira

Stíll 2015

Um síðustu helgi var fóru fjórar stúlkur frá Grunnskóla Fjallabyggðar suður að taka þátt í Stíl sem er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva. Þar er keppt í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þemað í ár var náttúran.
Lesa meira

Opið hús í Iðju

Í tilefni að Alþjóðadegi fatlaðs fólks verður opið hús í IÐJU (Aðalgötu 7) fimmtudag 3. desember og föstudag 4.desember frá kl: 13:00 – 18:00.
Lesa meira

Kveikt á jólatrénu á Siglufirði á fimmtudaginn

Tendrun jólatrés á Siglufirði Ljós verða tendruð á jólatréinu á Siglufirði fimmtudaginn 3. desember kl. 18:00
Lesa meira

Landnemar í Fjallabyggð

Nú í vetur munu Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, SÍMEY og sveitarfélagið Fjallabyggð bjóða upp á Landnemaskólann í Fjallabyggð. Um er að ræða 80 klukkustunda, fjölþætt og öflugt námstilboð fyrir fólk af erlendum uppruna. Námið hófs 23. nóv. 2015 og stendur til 12. mars 2016. Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:00 – 18:00 , auk þriggja fræðsluferða um helgar.
Lesa meira

Allir fá þá eitthvað fallegt - sýning í Kompunni

Þriðjudaginn 1. des. 2015 kl. 16:00 til 20:00 verður opið á vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Aðalheiður opnar sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina " Allir fá þá eitthvað fallegt ", og eru það litlir tréskúlptúrar sem tilvaldir eru í jólapakkann. Gestum er boðið að eiga notalega stund í upphafi aðventu og þiggja léttar veitingar.
Lesa meira