04.12.2015
Félagarnir á skíðasvæði Siglufjarðar, Skarðsdal, hafa ákveðið að opna skíðasvæðið í dag frá kl 13:00 - 18:00. Búið var að auglýsa formlega opnun laugardaginn 5. desember en veðurspá fyrir morgundaginn er ekki góð.
Lesa meira
03.12.2015
Um síðustu helgi var fóru fjórar stúlkur frá Grunnskóla Fjallabyggðar suður að taka þátt í Stíl sem er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva. Þar er keppt í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þemað í ár var náttúran.
Lesa meira
02.12.2015
Í tilefni að Alþjóðadegi fatlaðs fólks verður opið hús í IÐJU (Aðalgötu 7) fimmtudag 3. desember og föstudag 4.desember frá kl: 13:00 – 18:00.
Lesa meira
01.12.2015
Tendrun jólatrés á Siglufirði
Ljós verða tendruð á jólatréinu á Siglufirði fimmtudaginn 3. desember kl. 18:00
Lesa meira
01.12.2015
Nú í vetur munu Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, SÍMEY og sveitarfélagið Fjallabyggð bjóða upp á Landnemaskólann í Fjallabyggð. Um er að ræða 80 klukkustunda, fjölþætt og öflugt námstilboð fyrir fólk af erlendum uppruna. Námið hófs 23. nóv. 2015 og stendur til 12. mars 2016. Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:00 – 18:00 , auk þriggja fræðsluferða um helgar.
Lesa meira
30.11.2015
Þriðjudaginn 1. des. 2015 kl. 16:00 til 20:00 verður opið á vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Aðalheiður opnar sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina " Allir fá þá eitthvað fallegt ", og eru það litlir tréskúlptúrar sem tilvaldir eru í jólapakkann. Gestum er boðið að eiga notalega stund í upphafi aðventu og þiggja léttar veitingar.
Lesa meira
30.11.2015
Líkt og undanfarin ár tóku nemendur í eldri deild Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í ljóðasamkeppni sem er þáttur í ljóðahátíðinni Haustglæður sem Umf Glói og Ljóðasetur Íslands standa fyrir.
Lesa meira
30.11.2015
Hraðþjónustunámskeið Arion banka sem áttu að fara fram 30.nóv og 1.des á Siglufirði og 1. des á Ólafsfirði hefur verið frestað vegna veðurs og ófærðar.
Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Lesa meira
29.11.2015
Vegna mikillar ofankomu og óhagstæðrar veðurspár er tendrun á jólatré á Siglufirði,sem vera átti í dag, sunnudag, kl. 16:00 frestað. Ný tímasetning verður gefin út á morgun mánudag.
Lesa meira
27.11.2015
Í gegnum árin hefur Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar borist mikið af einkaskjalasöfnum.
Lesa meira