Skíðasvæðið Skarðsdal opnar

Frá skíðasvæðinu Skarðsdal
Frá skíðasvæðinu Skarðsdal

Félagarnir á skíðasvæði Siglufjarðar, Skarðsdal, hafa ákveðið að opna skíðasvæðið í dag kl 13:00.  Verður opið til kl. 18:00. Búið var að auglýsa formlega opnun laugardaginn 5. desember en veðurspá fyrir morgundaginn er ekki góð.
Vakin er athygli á því að eingöngu verður opnað á neðsta svæðið. Opið fyrir alla og ekkert gjald!
Ath. vegurinn er einbreiður að skíðasvæðinu svo farið varlega.

Forsala vetrarkorta stendur til sunnudagsins 12. desember. Fullorðinskort á kr 18.900.- en rétt verð er kr 25.000.- , framhalds og háskólanemakort er á kr 8.900.- en rétt verð er kr 13.000.- og barnakort er á kr 7.500.- en rétt verð er kr 10.000.- öllum kortum fylgir Norðurlandskortið og að auki fylgir barnakortum heimsókn í Aðalbakaríi (rúnstykki og Floridana). Börn yngri en 8 ára (2.bekkur GS) eru gjaldfrjáls, eingöngu að kaupa vasakortið kr 1.000.- þeir sem það þurfa.
Munið eftir vasakortunum ykkar, hægt er að fylla á þau. Ath. þessi tilboð gilda eingöngu til 12. desember og verður að greiða fyrir þau fyrir þann tíma. Hægt er að senda tölvupóst á skard@simnet.is og leggja inn á reikning 0348-26-1254 kt 640908-0680 og eða greiða með peningum/ korti.

Nánari upplýsingar á http://www.skardsdalur.is/