Stíll 2015

Frá Stíl 2015
Frá Stíl 2015

Um síðustu helgi var fóru fjórar stúlkur frá Grunnskóla Fjallabyggðar suður að taka þátt í Stíl sem er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva. Þar er keppt í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þemað í ár var náttúran.
Markmið Stíls eru að:
- Hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika.
- Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna.
- Unglingarnir komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.

Það voru þær Margrét Reykjalín Þrastardóttir, Anna Día Baldvinsdóttir, Sólveig Lilja Brinks Fróðadóttir og Álfheiður Birta Þorsteinsdóttir sem fóru fyrir hönd skólans ásamt Brynhildi Reykjalín Vilhjálmsdóttur kennara. Stúlkurnar stóðu sig mjög vel og komust í úrslit með möppuna sína.

Myndir má sjá hér