Einkaskjalasöfn

Í gegnum árin hefur Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar borist mikið af einkaskjalasöfnum. Skjalavörður safnsins, Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, hefur nú hafist handa við að skrá á vefinn einkaskjalasafn.is upplýsingar um þessi merku söfn. Á síðunni má sjá hvaða einkaskjalasöfn eru í eigu hérðasskjalasafnsins og mun bætast reglulega við næstu mánuði. Eru íbúar sem og allir aðrir áhugasamir hvattir til að kíkja á síðuna.

Þegar inn á síðuna er komið er best að slá í leitarreitinn  „fjallabyggðar“ eða „fjallabyggð*“.  Ef bara er skrifað Fjallabyggð þá koma  = 0 niðurstöður.
Það skal þó skýrt tekið fram að engin skjöl eru birt, eingöngu sést hvaða einkaskjalasöfn eru til á héraðsskjalasafninu. Hægt er að senda inn fyrirspurnir vegna einstakra skjalasafna af síðunni en þeir sem vilja fræðast meira er beint á að hafa samband við Brynju skjalavörð, netfang; brynja@fjallabyggd.is sími: 464 9129

Skjáskot af heimasíðunni einkaskjalasafn.is

Skjáskot af heimasíðunni; einkaskjalasafn.is