Fréttir

Dagskrá Síldarævintýris 2023

Frí barnadagskrá á Síldarævintýri. Á Síldarævintýri er lagt mikið upp úr að börnin hafi nóg fyrir stafni og að öll dagskrá fyrir þau sé ókeypis. Það er engin breyting á því í ár og verður margt spennandi í boði t.d.: Hoppukastalar, Nerf byssur og fleira í íþróttahúsinu. Froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar á lóð Kaffi Rauðku. Sundlaugardiskó í Sundhöll Siglufjarðar. Þrautabraut hjá Segli 67 Hoppukastali í miðbænum á föstudegi. Tónleikar með Ástarpungunum á Kaffi Rauðku. Svo að sjálfsögðu grillveislan og fjöldasöngurinn þar sem íbúar Siglufjarðar og gestir koma saman og margt fleira. Góða skemmtun á Síldarævintýri 2023.
Lesa meira

Frábær Trilludagur laugardaginn 29. júlí 2023

Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í sjötta sinn síðastliðinn laugardag og þóttu þeir takast einstaklega vel og var góð stemning á bryggjunni allan daginn og veðrið gott.
Lesa meira

Trilludagur og Síldarhátíð 29. júlí

Það verður mikið um að vera á Siglufirði um næstu helgi en þá er haldið upp á hinn árlega Trilludag, þar sem boðið eru upp á siglingar, sjóstangveiði, mat og ýmsar uppákomur. Auk þess verður vígsla á minnisvarða um síldarstúlkur, málþing, síldarsöltun og bryggjuball. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og fleiri góðir gestir munu heiðra samkomuna.
Lesa meira

Sápuboltinn í Ólafsfirði um helgina 21.-23. júlí 2023

Hinn árlegi sápubolti fer fram í Ólafsfirði um helgina. Metnaðarfull fjölskylduskemmtun og dagskráin er hin glæsilegasta.
Lesa meira

Frjó menningarhelgi á Siglufirði dagana 13. - 16. júlí 2023

Frjó menningarhelgi á Siglufirði dagana 13. - 16. júlí 2023
Lesa meira

Laust starf sérfræðings á sviði loftslagsmála hjá Byggðastofnun

Byggðastofnun leitar nú að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á loftslagsmálum til starfa við tveggja ára samstarfsverkefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Byggðastofnunar, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnunar. Um er að ræða 100% starfshlutfall til tveggja ára.
Lesa meira

232. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 7. júlí kl. 12:00

Lesa meira

Líf og fjör á tjaldsvæðum Fjallabyggðar

Margt er um manninn á tjaldsvæðinu á Siglufirði þessa sólríku og blíðu daga. Tjaldsvæðið er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna og öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Stutt er á skólalóðina í leiktækin og hoppubelgur rétt handan við torgið.
Lesa meira

Olga Gísladóttir lætur af störfum leikskólastjóra eftir 39 ára farsælt starf

Olga Gísladóttir lætur af störfum skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar um næstu mánaðarmót. Olga hefur ötullega sinnt menntun leikskólabarna í 39 ár, fyrst í Leikskóla Ólafsfjarðar og síðar Leikskóla Fjallabyggðar eða frá árinu 2010.
Lesa meira

Lausar lóðir - Fjallabyggð fellir niður öll gatnagerðargjöld

Á kortavef Fjallabyggðar er nú hægt að sjá þær lóðir sem lausar eru til umsóknar. Fjallabyggð fellir sömuleiðis niður öll gatnagerðargjöld til ársloka 2024.
Lesa meira