02.08.2023
Frí barnadagskrá á Síldarævintýri.
Á Síldarævintýri er lagt mikið upp úr að börnin hafi nóg fyrir stafni og að öll dagskrá fyrir þau sé ókeypis. Það er engin breyting á því í ár og verður margt spennandi í boði t.d.:
Hoppukastalar, Nerf byssur og fleira í íþróttahúsinu.
Froðufjör með Slökkviliði Fjallabyggðar á lóð Kaffi Rauðku.
Sundlaugardiskó í Sundhöll Siglufjarðar.
Þrautabraut hjá Segli 67
Hoppukastali í miðbænum á föstudegi.
Tónleikar með Ástarpungunum á Kaffi Rauðku.
Svo að sjálfsögðu grillveislan og fjöldasöngurinn þar sem íbúar Siglufjarðar og gestir koma saman og margt fleira.
Góða skemmtun á Síldarævintýri 2023.
Lesa meira
31.07.2023
Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í sjötta sinn síðastliðinn laugardag og þóttu þeir takast einstaklega vel og var góð stemning á bryggjunni allan daginn og veðrið gott.
Lesa meira
25.07.2023
Það verður mikið um að vera á Siglufirði um næstu helgi en þá er haldið upp á hinn árlega Trilludag, þar sem boðið eru upp á siglingar, sjóstangveiði, mat og ýmsar uppákomur. Auk þess verður vígsla á minnisvarða um síldarstúlkur, málþing, síldarsöltun og bryggjuball. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og fleiri góðir gestir munu heiðra samkomuna.
Lesa meira
20.07.2023
Hinn árlegi sápubolti fer fram í Ólafsfirði um helgina. Metnaðarfull fjölskylduskemmtun og dagskráin er hin glæsilegasta.
Lesa meira
11.07.2023
Frjó menningarhelgi á Siglufirði dagana 13. - 16. júlí 2023
Lesa meira
10.07.2023
Byggðastofnun leitar nú að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á loftslagsmálum til starfa við tveggja ára samstarfsverkefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Byggðastofnunar, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnunar. Um er að ræða 100% starfshlutfall til tveggja ára.
Lesa meira
27.06.2023
Margt er um manninn á tjaldsvæðinu á Siglufirði þessa sólríku og blíðu daga. Tjaldsvæðið er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna og öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Stutt er á skólalóðina í leiktækin og hoppubelgur rétt handan við torgið.
Lesa meira
26.06.2023
Olga Gísladóttir lætur af störfum skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar um næstu mánaðarmót. Olga hefur ötullega sinnt menntun leikskólabarna í 39 ár, fyrst í Leikskóla Ólafsfjarðar og síðar Leikskóla Fjallabyggðar eða frá árinu 2010.
Lesa meira
26.06.2023
Á kortavef Fjallabyggðar er nú hægt að sjá þær lóðir sem lausar eru til umsóknar. Fjallabyggð fellir sömuleiðis niður öll gatnagerðargjöld til ársloka 2024.
Lesa meira